Hvernig fannst ykkur áramótaskaupið ? Mér fannst það bara mjög gott, með því betra sem maður hefur séð seinustu ár. Það var farið að staðna með því að hafa alltaf sama fólkið í því, en núna er komið alveg nýtt blóð í þetta.
Mér fannst þau taka Árna Johnsen alveg frábærlega og þegar hann fór að spila á gítarinn eins og Rammstein þá fékk ég hláturskast og líka þegar hið frábæra lag Dabbi Kóngur var flutt það var alveg hrein snilld. Annars fannst mér skaupið bara mjög gott í ár og er alveg mjög ánægður með hvernig það tókst til. Það væri gaman að heyra hvað ykkur finnst um skaupið. Það hafa náttúrlega allir skoðanir á skaupinu enda er það skylduáhorf. Þótt að fólk horfi ekki mikið á ríkissjónvarpið yfir árið þá er það alveg skylda að horfa á skaupið eða það er allavega mín skoðun. Ármótin væru sko ekki söm hjá mér ef áramótaskaupið væri ekki til staðar.

Bestu Jóla og áramótakveðjur.
Emil