Ég og félagar mínir í skólanum erum í ræðukeppni og er umræðuefnið okkar ,,Með tölvuleikjaspilun“ og keppum við gegn öðrum hópi sem er ,,Á móti tölvuleikjaspilun”.

Við erum ekkert mjög skarpir í þessu og ákvað ég að biðja ykkur hin um hjálp til að vinna hin hópinn.

Við ætluðum að skrifa niður punkta sem innihalda hvað við segjum og svo skrifum við t.d. eitthvað sem við erum vissir um að hin hópurinn segir og erum tilbúnir með mótsvar.

Við erum alveg vissir um að hin hópurinn segir eitthvað t.d. ,,tölvuleikjafíkn getur valdið þess að maður missi allan áhuga á lífinu og spili tölvuleiki 24/7, betra væri að æfa íþróttir, það er skemmtilegra og ódýrara"

Væri alveg til í að fá einhverja góða punkta frá ykkur hugurum um hvað við gætum talað um, og ef þið væruð á móti tölvuleikjaspilun hvað mynduð þið segja?