Jæja,

Núna er komið að því að ég fari að tjá mig um landssímann. Þaning er mál með vexti að föstudaginn seinasta gerði ég upp símareikning til að láta opna símann hjá mér aftur svo að ég kæmist á netið aftur. Það hafði verið adsl á þessu númeri aftur, en þessi fífl tóku sér 3 virka daga að tengja þetta sem þýðir að ég fékk netið ekki fyrr en seinni hlutann á ÞRIÐJUDAGINN !!!!! og fyrir vikið þurfti ég að vera alla helgi á 28.800 bauda módemi sem var alveg hörmung. Þeir þurftu fyrst að fara með þetta í Gagnaflutningsdeildina og þeir þurftu að skoða málið fram og til baka og senda það síðan til línudeildarinnar og þeir þurftu að skoða málið og skoða síðan línu og pæla soldið í þessu og senda síðan mann niður í stöð og tengja línuspjald. Þetta tók þrjá virka daga ég hef nú aldrei heyrt annað eins um þvílíka leti af hæsta stigi.

Einn Óhress !!!!!