Fengið lánað af visir.is

“Fíkniefni í kílóavís gerð upptæk og 166 handteknir
Vel á þriðja hundrað mál hafa komið til kasta svokallaðs götuhóps fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, samtals 223 mál það sem af er þessu ári. Hald hefur verið lagt á tæplega 3,7 kíló af fíkniefnum, auk LSD-skammta, e-taflna og kannabisplantna.

Í umræddum málum voru gerðar 72 húsleitir, 78 bílleitir, 261 sinni hefur verið leitað á manni og 166 hafa verið handteknir.

Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, var götuhópurinn settur á laggirnar fyrir nokkrum árum. Þá var fimm manns bætt við fíkniefnadeildina í þeim tilgangi að auka fíkniefnalöggæsluna í borginni og hefur sá fjöldi haldist síðan. Meginmarkmið hópsins er að góma svokallaða smásala þegar þeir selja fíkniefni.

„Árangur hópsins hefur aukist jafnt og þétt milli ára,” segir Ásgeir. „Auk þess sem þessi hópur hefur verið að sinna ofangreindum verkefnum á götunni hefur hann tekið þátt í stærri aðgerðum fíkniefnadeildarinnar og er til stuðnings þegar á þarf að halda."

Hvaða helvítis árangur er þetta ?
3,7 kíló af fíkniefnum á einu ári, hveru langt á vitleysan að ganga ?
Fíkniefni er auðvitað mjög breytt hugtak en ég reikna með að fíkniefnin sem um ræði séu amfetamín, kókaín og kannabisefni (rétt er að benda á að kannabis telst ekki til ávana og fíkniefna).

Ársmarkaður kannabisefna á íslandi er talin vera um 1,1 tonn
Ársmarkaður amfetamíns (fyrir nokkrum arum) um 630 kíló
Samtals eru þetta 1730 kg

Ég man ekki hver ársmarkaður kókaíns er, en ég reikna sterklega að hann komi þessu eitthvað yfir 2 tonnin…

Þetta eru 2000 kíló, þessi hallæris götuhópur er búin að ná 3,7 kílóum, only 1996,3 to go! Nei úps árið er víst að vera búið þannig að ársmarkaðurinn fer að núllast núna, jæja reynið betur á næsta ári kanski komist þið upp í svona 4,2 kg

Bravó! *klapp* *klapp* *klapp*

Núna vill ég fá að vita hver er kostnaðurinn við þennan götuhóp frá A-Ö ?