Aðeins 3 af 9 frambjóðendum Samfylkingarinnar, sem Fréttablaðið greinir frá, telja Kárahnjúkavirkjun hafa verið mistök og þar af 2 sem andmæla niðurrifi Helguvíkur með enn einu drullu-verinu.
Robert Marshall er eini maðurinn sem hefur afgerandi skoðanir á eyðileggingu ásjónar og ímyndar Íslands.
Mætum í prófkjörið og pössum að virkjanasinnarnir komist ekki áfram, Vinstri grænir stefna á samstarf með Samfylkingu svo við meigum alls ekki við neinum afturhalds iðnaðarsinnum þar!
kjósum svo Vinstri græna í þetta eina skipti til að allir geti séð að þjóðinni er ekki sama um landið sitt.
Hvaða flokki sem við annars tilheyrum verðum við að láta sjá að eyðilegging náttúru Íslands er í óþökk allavega rúmlega helmings Íslendinga.