Jæja, fékk ég ekki gleðfréttir í morgun þegar ég ætlaði að fara í skólann. Einhver var búinn að mölbrjóta afturrúðuna á nýja fallega bílnum mínum. Svona er nú fólk skemmtilegt. Lögreglan kom á staðinn og tók skýrslu og það var greinilegt að einhver hafði hent glerflösku af Corona Extra bjór út um gluggann á bílnum sínum á ferð og hvort það var viljandi eða hvað, það algjörlega braut afturrúðuna á bílnum mínum. Lögreglan tók sýni af bjórflöskuna og ætluðu að skoða hvort það finnist fingraför o.fl.

Ef þú varst var við þetta í gærkvöldi eða gærnótt, ca. eftir 23:00 vinsamlegast hafðu samband við lögreglu og gefðu þína skýrslu og væri frábært ef einhver hafi náð einhverjum upplýsingum um skemmdarvarginn.

Ég skil bara ekki fólk sem getur gerst svona og haldið áfram að keyra eins og ekkert hafi gerst. Vona að einhver hafi orðið var við þetta, þetta gerðist í kringum Miklubraut 76-78.

Takk.