NATO sammþykkti fyrr í dag að þessi áras á USA felli undir fimmtu grein sem hljóðar upp á að ef gerð er áras á eitt ríki séu gerð áras á þau öll og beri öllum að hefna.

Þetta þýðir því miður að tæknilega þá er ísland búið að dragast í stríð sem beinn þáttakandi. Sumir vilja nú kanski segja það sé nú ekki þannig þar sem það sé bara hlægilegt miðar við stærð okkar og hvað við getum auk þess sem við mundum ekki sammþykkja að dragast inn í það en því miður ráðum við bara ekkert um að. Þar sem við erum í NATO þá er okkur SKYLT að gera allt sem við getum til að hjálpa til. Og okkur er SKYLT að haga okkur sem við sé í stríði. Ef við stöndum ekki við okkar samninga sem aðili NATO þá verður litið á það mjög alvarlegum augum.

Þó þetta þýði auðvitað ekki að við þurfum að senda þessa fáu fríðargæsluliða sem við höfum í eitthvað combat. En hinsvegar þá gæti það þýtt einhver fleiri umsvif á Keflavík eða útlát í formi heilsugæslu, lyfja eða eitthvað. A.m.k. þá gæti það þýtt einhver fjárútlát af einhverju tagi.

En versta er að við getum ekki auglýst okkur sem land friðar og sáttar. Þótt að við höldum ekki út her þá erum við samt beinn þáttakandi í hernaðaraðgerðum þótt ekki sé nema á pappírum. Hvort sem þetta er gott eða vont verður hver og einn að dæma um fyrir sig. Persónulega tel ég að við getum fórnað þessum friðartitli okkar til að vera hluti af því þegar segt er “Svona hlutir verða ekki liðnir!”