Nú er ég á móti aðgerðum eins og að lögreglumenn fari með leitarhunda í skóla eða á götur borgarinnar í leit að öðrum fíkniefnum en þessi tvö sem ríkið selur. Algengustu rökin sem ég fæ er að það sé í lagi af því að þetta séu almenningsstaðir þar sem fólk kemur saman.

Nú var fyrir stuttu umræða um að þingmaður væri mögulega í neyslu. Er þá ekki bara fínt mál ef að lögreglan mætir með hvutta upp á Alþingi? Láta hann þefa vel af öllum Alþingismönnunum, líka forsætisráðherra og ráðherrunum. Gæti jafnvel fengið þá til þess að breyta valdi lögreglunar til slíkra öfgaaðgerða.

Fyrir nokkrum árum síðan voru Íslendignar hneykslaðir þegar það sást í sjónvarpinu slíkar aðgerðir í skólum í Bandaríkjunum. “Helvítis kaninn” heyrði maður oft. Við virðumst vera að taka upp aðferðir Bandaríkjamanna í litlum skrefum. Nú þegar eru komnar myndavélar í suma skóla… hvenær verða þær í hverjum einasta skóla? Hvenær verða komin málmleitartæki í skólana? Það er hluti af þróuninni, hægt er að finna slík tæki í mörgum skólum í Bandaríkjunum.