Hérna er skýrsla um mannsföll almennra borgara í Írak frá því innrásin var gerð árið 2003.

http://reports.iraqbodycount.org/a_dossier_of_civilian_casualties_2003-2005.pdf

Finnst leiðinlegt að í næstum hverri umræðu um Írak dragi fólk upp 100.000 manna töluna. Þessi tala kom fyrst í ákveðinni blaðagrein sem fjölmiðlar um allan heim vitnuðu svo í. Ég hef reynt að finna heimildir fyrir þessari tölu en ég hef því miður ekki fundið neitt slíkt eins og þessi sem ég hef hérna fyrir ofan. Samkvæmt henni eru dauðsföll almennra borgara í mesta lagi 26.000 manns.

Davíð Oddson sagði í viðtali að 100.000 manna talan hefði verið fengin með því að taka mannsfall á átakasvæði í Írak og margfalda það yfir afganginn af landinu. Sem auðvitað er mjög fáránleg aðferð enda eru átakasvæði lítill minnihluti landsins. Get samt ekki sagt hvort það sé rétt hjá honum Dabba þar sem ég hef ekki fundið neinar almennilegar heimildir, eina sem ég hef fundið eru fjölmiðlar sem vitna í þessa frægu blaðagrein.

Ef ég hef rangt fyrir mér. Þá væri gaman ef að einhver hérna sem að heldur því fram að dauðsföll séu yfir 100.000, komið með almennilegar heimildir fyrir þeirri tölu.