Jæja, nú veit ég ekki hversu mörg ykkar horfið alltaf á “Stundina okkar” á stöð tvö, þ.e. Strákana, eða kíkjið alltaf yfir forsíðu DV, þó ekki sé nema til að sjá hvaða risaskúbb þeir finna til að setja í stríðsletur… en allaveganna, þá varð manni dálítið hverft við að heyra um afleiðingar áskorunnar nokkurrar í nefndum sjónvarpsþætti.

Núna viðurkenni ég reyndar að ég sá ekki þáttinn, en las greinina og kynnti mér málið eftir getu, en þannig var mál með vexti að í þáttinn komu 2 strákar úr versló sem gestir, og eins og StrákanaTM er vandi þá voru þeir fengnir að sprella og taka svosem eina áskorun. Áskorun þessi, jafn ófrumleg og hún annars er, er í anda I-Bet-U-Will þáttanna, þar sem fólk er manað með stigvaxandi peningum út í ýmislegt flipp, en þeas þessir tveir verslingar fengu þá áskorun að kyssast blautum kossi með tungu-aktíon og alles og uppskera fyrir vikið einar tíu þúsund krónur.

Nújæja, ósköp saklaust grín hefði maður haldið, en eitthvað hefur vesalings ræfils skólameistaranum svelgst á þegar hann horfði á karlkyns nemendurna tvo kyssast eins og heitustu elskendur á skjánum.
Greip hann til aðgerða, gegn öðrum þeirra sem vildi svo til að var virkur í félagslífi NFVÍ, og bannaði honum að koma nálægt videogerð á vegum skólans það sem eftir er skólaárs.

Er það bara ég eða eru þetta fullkomlega óþarfa, óviðeigandi sem og jafnvel ólöglegar refsiaðgerðir?
Síðan hvenær mátti fólk ekki kyssast í sjónvarpinu? á Rúv má sjá sveitta sleika upp á hvern dag í guiding light

Getur verið að það hafi farið fyrir brjóstið á skólameistaranum að um hafi verið að ræða tvo stráka en ekki stelpu og strák? (eða stelpu og stelpu, fólk virðist hafa mun meira andlegt svigrúm fyrir lesbíska kossa heldur en ‘hommska’)

Leyfist skólameistara að beita nemanda refsiaðgerðum sem utan síns skólatíma, utan skólans gerir eitthvað sem skólameistara þóknast ekki persónulega, en sem á engan hátt, hvorki samkvæmt almennum lögum(ath jafnræðisregla stjórnarskrár) eða skólareglum VÍ sjálfs getur talist ólöglegt?

Hvernig ætli þessi þorvarður þorskhaus bregðist við ef hann sér tvo nemendur af sama kyni leiðast um gangana hjá sér, eða drotttinnhjálposs, ef þeir skyldu nú sýna kynvillt blíðuhót hvort öðru?

Að lokum veltir maður fyrir sér hvort þorvarður hafi hugsað sér að verja heiður skólans sem hann stendur í forsvari fyrir, eins og samúræji af hugsjón fremur ritual sjálfsmorð frekar en að blettur falli á sæmd hans.
Ef svo er hefur honum hrapallega mistekist að ´mínum dómi og annarra sem ég hef borið þetta undir. Við vissum öll að versló er hægrisinnaður skóli, en ekki fyrr en nú tekur hann upp á gay-bashing stælunum úr fyrirmyndunum að vestan…

Endilega sjáðu nú þitt óvænna þorvarður og reyndu að haga þér eins og siðmenntaður maður… Annars máttu svo sem alveg líka fara harakiri leiðina fyrir mé