Ég var að skoða síðuna http://costofwar.com/index-kids-health.html, endilega kíkið á hana. Þar er hægt að sjá hversu mikið Íraksstríðið hefur kostað bandarísku þjóðina. Þegar ég gáði áðan var kostnaðurinn kominn upp í 111,1 milljarð dollara. Þetta jafngildir 8.065 milljörðum íslenskra króna (samkvæmt genginu þegar þetta er skrifað. Þetta jafngildir líka 394 dollurum á hvert mannsbarn í USA. Fyrir þessa upphæð mætti styrkja alla Afríkubúa um nálægt 10.000 kr á mann miðað við áætlaðan fólksfjöld 2001. Pælið í því hversu frábærar afleiðingar það hefði. Ef við reiknum þetta yfir á Ísland mundi þetta kosta ríkið um 8,3 milljarða íslenskra króna. Tökum okkur saman og fordæmum þetta stríð. Það væri gott ef allir sem eru á móti þessu stríði skrifi nafn sitt hérna með greinasvari. Ég skal vera fyrstur:
Ég heiti Steinn Halldórsson. Ég fordæmi hér með stríðsreksrur USA í Írak, sem og stuðning íslenskra stjórnvalda við það. Ég skora hér með á Davíð Oddson, Halldór Ásgrímsson og aðra ráðamenn þjóðarinnar sem stutt hafa þessa ólöglegu krossferð, að sýna smá hugrekki með því að taka til baka stuðning Íslands við þetta stríð. Enda var yfirlýsing um stuðning við USA ekki tekin í umboði þjóðarinnar, sérstaklega ekki þar sem langt var í kosningar.
“I'd love to go back to when we played as kids,