Endinlega birtið eftirfarandi mótmælabréf sem var sent formönnum stjórnmálaflokkana á sem flestum stöðum:

“Ég rita þetta bréf vegna nýlegs dóms í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem annar af Skeljagrandabræðrunum var leystur úr haldi eftir að hafa nærri gengið frá 16. ára unglingi í Vesturbænum.

Hvað þarf eiginlega til þess að svona menn séu fjarlægðir af lögreglu og dómskerfinu? Hvers eigum við almennir borgarar að gjalda?

Ég hélt að lögreglan og dómskerfið væri til þess að tryggja öryggi borgarana en ekki til þess að halda hlífiskildi yfir stórhættulegum mönnum. Eða hvað? Höfum við almennir borgarar kannski misskilið þetta eitthvað?

Ég vænti þess að þetta mál verði tekið upp af viðeigandi stjórnvöldum strax!! Hér er um að ræða líf og limi almennra borgara! Ef ekkert verður að gert þá verður blóð næsta fórnarlambs á ykkar höndum!!!”
——————————