Nú þegar kosningar eru á næsta leiti eru flestir að hugsa hvaða flokki er best treistandi til að stjórna fróni næstu fjögur árin.
nú var ég að rekast á grein á vísi.is þar sem Halldór Ásgrímsson gerði útslagið.
C/P af vísi.is
Aðspurður að því hvort Framsóknarflokkurinn myndi þá fallast á tillögur Sjálfstæðisflokksins ef flokkarnir yrðu áfram saman í stjórn, sagði Halldór:
,,Ég held að það sé rétt að fara í stjórnarmyndunarviðræður að kosningum loknum. Við stefnum að því framsóknarmenn að fá góð úrslit í þessum kosningum. Það skiptir okkur höfuðmáli. Við höfum haft mjög skýra stefnu og munum halda við þá stefnu alveg þar til kosningarnar eru yfirstaðnar.“
”Þar til kosningar eru yfirstaðnar"
Þau 10% sem virðast ætla að kjósa framsókn (samkvæmt skoðannakönnunum) pæliði aðeins í því að nú er formaður flokksins búinn að lýsa yfir í fjölmiðlum að þeirra stefna rennur úr gildi þann 11. maí 2003.
þetta er gott að vita
Heimildir:
http://www.visir.is/ifx/?MIval=frettir& nr=138097&v=2