Vá, ég veit ekki hvar ég á að byrja.
Trúleysi eru ekki trúarbrögð. Til að “trúa” í þeim skilningi verðuru að hafa óbilandi trú á einum sannleik og hunsa allt sem bendir til annars.
þá hehe jú trúleysi gengur útfrá einum algildum sannleika..
og það er að öll trú er röng
Nei, ekki segja eitthvað sem þú veist ekki. Trúleysingjar ganga ekki út frá því sem sönnu að guð sé ekki til. Þeir viðurkenna þá staðreynd að þeir vita ekki hvort guð sé til. Engin trúleysingi með heilu viti útilokar algjörlega möguleikann á því að guð sé til. Það er ekki hægt að afsanna hann. Rétt eins og við getum ekki afsannað Allah, jesú, jehóva, jólasveina, álfa, huldufólk og æsi.
Hins vegar trúir enginn á huldufólk… af hverju er það svona skiljanlegt en ekki það að efast um guð?
nema ég veit ekki hvað þú átt nákvæmlega við með siðferði því t.d. að girnast ekki konu náunga þíns er tja a.m.k. ennþá gagnlegt fyrir samfélagsmyndina enn sem komið er hefði ég haldið
Auðvitað er til eitthvað með viti í Biblíunni, rétt eins og í öllum heilögum ritum. Ég sagði aldrei neitt um þetta (þó sé sjái ekkert að því að girnast konu náungans, ef hún er flott þá er það fullkomnlega eðlilegt að finnast hún aðlaðandi og algjörlega ósiðlegt að mínu mati að reyna að klína inn á fólk sektarkennd fyrir það.)
En sú staðreynd að þú ert að velja þarna úr bibliunni er einmitt það sem ég var að segja.
Þegar þú velur hitt og eþtta og hafnar öðru ertu að sanna það að við fáum ekki siðferði okkar úr biblíunni heldur beru hana saman við ríkjandi siðferði í dag og veljum og höfnum eftir því.
en það mætti a.m.k vera meiri virðing fyrir vali fólks í trúmálum
Af hverju? Af hverju á trú, blind trú, rétt á svona mikilli virðingu sem önnur málefni njóta ekki?
Af hverju má gagnrýna stjórnmálaskoðanir fólks, gagnrýna hvaða fótboltaliði það heldur með eða tónlistarsmekk.
Það móðgast enginn af því að kommúnisti lendi í rökræðum við hann um frjálshyggju eða umhverfisvernd. Ég skil ekki af það er þannig í samfélaginu að trú hefur rétt á svona mikilli virðingu. “Þetta er mín trú, berðu virðingu fyrir því.”
Þér er frjálst til að trúa því sem þú vilt, einhyrninga, huldufólk, skrímslið undir rúminu og garðálfa en það þýðir ekki að ég þurfi að bera virðingu fyrir slíku rugli, hvað þá að ég megi ekki gagnrýna það.
Eða verður fólk alltaf svona móðgað af því að það veit að það getur ekki svarað fyrir sig?