“1. Það er nú samt rétt að BNA eru eina landið sem hafa notað gjöreiðingavopn.”
Satt, en í hvaða tilgangi? Hvernig væri heimurinn í dag hefðu þeir ekki gert það? Það var ekki fyrr en eftir Nagasaki og Hirosima að fólk áttaði sig á því hversu mikil útrýmingartæki þessar sprengjur í raun eru.
”2. Vopn BNA koma frelsi, einræði og stöðu vesturlanda ekkert það mikið við.”
Þeir koma því við að öllu leiti, alveg sama á hvaða mál þú lítur. Ef BNA væri ekki heimsveldið sem það er væru miklu fleiri ríki í heimunum sem hefðu truflaða einræðisherra, líkt og Saddam Hussein við stjórn. Viljum við það? Til að tryggja heimsfriðinn er USA nauðsýn. Sem dæmi, Evrópa var algjörlega óhæf til að taka á Kosovo deilunni. Það þurfti BNA til þess að eitthvað yrði gert. Mýmörg dæmi eru um þetta. BNA eru boðberar frelsis í heiminum og gera það að verkum með herveldi sínu að lýðræðisríki líkt og við og fleiri getum lifað í friði við frelsi án sífelldri hættu að einhver bilaður einræðisherra taki löndin af okkur.
”3. Það seinasta sem BNA vill gera er að koma völdum í Arabíu frá al-Saud til fólksins í Arabíu. Ef bin Laden myndi fara í framboð í Arabíu í lýðræðislegum kosningum myndi hann rústa leikbrúðustjórn BNA, al-Saud.”
Þegar fólk hefur enginn mannréttindi, prentfrelsi, fjölmiðlafrelsi og tjáningarfrelsi (svo ég telji nokkur upp). Þegar fólk er myrt, fangelsað eða pínt þegar það reynir að stunda þessi grunnréttindi er eðlilegt að fólk sé uppfullt af áróðri og fáfræði algjör. Svona þegna er auðveldlega hægt að heilaþvo yfir margra ára, jafnvel tuga, tímabíl. Þetta þekkjum úr síðari heimstyrjöldinni.
Ég er á því að það sé skylda okkar ríku landa heimsins að koma á lýðræðiskjörnum ríkistjórnum og mannréttindum í öllum löndum heims. Með þessu fyrirkomulagi er öllum best borgið. Þegnarnir fá óheft frelsi (hvort sem þeir takmarka það svo við Koraninn eða ekki er þeirra mál), ríkistjórnin ber ábyrgð á stefnu sinni í öllum málum og auðveldlega hægt að koma henni frá ef hún er ekki að starfa fyrir fólkið, sem er aldrei í einræðisríkjum.
Þið þekkið kannski, þróun án þróunaraðstoðar, stöðnum með þróunaraðstoð. Þetta er staðreynd. Hættum að dæla í þessi lönd peningum sem fara ALDREI á þá staði sem þeir eiga, hjálpum þeim frekar að búa til infrastructure til að koma á lýðræði! Þannig er þeim og heimsfriðnum best borgið.
”4. Olía skiptir alltaf máli fyrir BNA. Þeir voru meðal annars búnir að hóta að ráðast inn í Afghanistan fyrir 11. Sept. til að tryggja að pipeline-ið frá Caspia til austur Asíu fengi að vera í friði og þeir fengju ódýrari olíu.”
Þú litla sál. Hagkerfi BNA er stærra en hagkerfi samanlagðra fimm hagkerfa sem á eftir koma. Olía skiptir Öll vestræn lönd máli. Líka Ísland, mjög mikið meira að segja! Hlutfallslega skiptir það auðvitað BNA meira máli en önnur sökum stærðar hagkerfis þeirra. Auðvitað verðum við að tryggja þessa afurð á markað. Í lýðræðisríkjum þar sem vörur eru seldar á frjálsum markaði vegna þegnum og ríkjum best. Marg sönnuð staðreynd. Ef þessi lönd störfuðu þannig væru þegnum þerra mun betur borgið og auk annarra í heiminum, ekki bara við í vestri heldur Suður Korea, Japan ofl betur borgið einnig þar sem við værum ekki neydd til þess að hafa ávalt áhyggjur af einhverjum fyrtum einræðisherrum sem hafa það eina markmið að halda völdum og að safna auðæfum fyrir sig og fjölskyldu sína en láta þegna landsins sig lítið varða halda frá okkur þessari nauðsynjarvöru.
”5. Þú ert semsagt að segja að BNA leyfist allt til að ná sínu fram meira að segja þótt það standist ekki lög. Samkvæmt þinni bandarísku hugmynd af frelsi eiga allir að vera jafnir og lög eiga að ganga jafnt yfir alla. Þá er Osama bin Laden samkvæmt því í fullum rétti þegar hann gerir hvað sem er til að ná sínu fram, þótt það standist ekki lög. Ég veit það ekki ég er á móti því að bin Laden fái að gera það sem hann vill og ég er líka á móti því að BNA fái að gera það sem þau vilja, en ef annar má þá má hinn, svo einfalt er það, annars ert þú ekkert betri heldur enn þessir einræðisherrar sem þú varst að tala um.”
Ég er á því að Lýðræði sé það stjórnskipulag sem tryggi best heimsfriðinn og velferð þegna landa. Ég er á því að við eigum að berjast fyrir því að öll grunn mannréttindi amk eigi að vera sjálfsagður hlutur í öllum löndum heims og það sé verkefnið okkar. Þegar lýðræði er komið á og frjáls viðskipti í framhaldi af því minnkar hætta af röskun heimsfriðarins til muna. Í þessu máli sem aðalega er verið að tala um núna, Saddam, þá hefur hann brotið alla skilmála sem gerðir voru þegar friður komst á eftir Persaflóastríðið. Hann hefur ekkert virt skilmála sína við Sameinuðuþjóðirnar!
Sameinuðuþjóðirnar eru samtök sem eiga að tryggja heimsfriðinn enda allt að 200 ríki aðilar. Eigum við bara að segja, ok, haltu áfram að svelta þegnana þína hafa af þeim frelsi og kúga. Haltu áfram harðstjórn þinni heruppbyggingu o.s.frv á meðan. Þó þú lútir ekki þeim firðarskilmálum sem þú sjálfur samþykktir við hátt í 200 lönd við stríðslok persaflóadeilunnar þá er það bara í lagi. Við gerum ekkert.
AUÐVITAÐ VERÐUR AÐ GERA EITTHVAÐ! Bush er búinn að seta honum skilmála. Að ganga AFTUR að þeim skilmálum sem Hussein samþykkti sjálfur eftir Persaflóastríðið. Ef hann gerir það ekki á auðvitað að láta hann finna fyrir því að honum ber að virða alþjóðareglur.
Það eru samt fullt af löndum eins og kína og fleiri sem við ættum að taka á varðandi grunn mannréttindi. Ég trúi því að það verði gert. Ég held að þetta stríð gegn hryðjuverkum sem er alþjóðlegt og er okkur mjög til góða og í þeim löndum eins og Afganistan, sem við höfum frelsað, hafi verið þegnum þess lands mjög mikils til góða. Svo ég minnst bara á rétt kvenna undir stjórn Talibananna.
Það eru aðeins börn og aðrir minna þroskaðir menn sem líkja Osama við USA. Ef við hefðum ekki USA, þá væri frelsi eins og við þekkjum það í dag ekki til, mun heftara og heimsfriðurinn væri ekki tryggður á neinn hátt. Öll ríki gætu gert það sem þeim sýnist, sama hvað aðrar þjóðir eða þegnar þess þurfa að líða fyrir það. Gagnrýnin hugsun er samt nauðsýnlegt og algjör nauðsýn fyrir okkur að fara ofan í sauma á öllum málum og fylgjast náið með því sem USA og aðrar þjóðir gera svo valdi sé ekki misbeitt. Í ráðstjórnarríkjum er hægt að gera slíkt hið sama, en með því að uppljóstra það gætir sá hinn sami lent í fangelsi, myrtur eða píndur. Í okkar heimshluta gerðist það eingöngu að sú ríkistjórn sem færi villir vega yrði ekki kosinn annað kjörtímabil og aðrir tækju við. Þetta fyrirkomulag þarf að koma á víðar.
Kv
gg