Í grein á mbl.is segir:

“Til að bregðast við minnkandi sölu, sem fyrirtækið telur að
stafi einna helst af síaukinni ólöglegri fjölföldun á tónlist,
hyggst plötufyrirtækið Skífan læsa geisladiskum sem það gefur
út svo að ekki sé hægt að spila þá í tölvum og þá ekki hægt að
afrita þá.”

Er þetta leyfilegt? Þarna er verið að draga stórlega úr
notagildi vörunnar og neita fólki um þann rétt sem amk. hingað
til hefur verið talinn sjálfsagður að geta spilað geisladiska
í tölvum. Hvað finnst fólki um þetta?

Ef Skífan hættir að gefa út geisladiska og fer að gefa
eitthvað annað út sem lítur eins út og geisladiskar en hefur
ekki sama notagildi og venjulegir geisladiskar þá hljóta þeir
að þurfa að merkja þessa vöru vel og vandlega sem slíka.