Góðan daginn.
Ég vildi bara tjá mig örlítið um mál öryrkja hér á Íslandi. Mér finnst þetta bara brandari hvað þetta fólk þarf að ganga í gegnum. Örykjar geta fengið marga styrki en þeim er ekki sagt frá neinum þeirra, þeir þurfa að finna út úr því sjálfir og þetta starfsfólk hjá Tryggingastofnun er síður en svo hjálplegt - að sjálfsögðu eru undantekningar á því - sumir eru hjálplegri en aðrir. Það mætti halda að þetta fólk færi á námskeið í að vera ekki hjálplegt. Mamma mín er 75% öryrki, þannig að ég er kannski ekki alveg hlutlaus en ég hef samt skoðun á þessu máli. Mamma er með bensínstyrk sem hún fær mánaðarlega greiddan en einn mánuðinn kom engin greiðsla frá Tryggingastofnun. Mamma hringdi uppeftir og fékk að vita það að það væri vegna þess að það þyrfti að endurnýja vottorðið fyir því að hún þyrfti þennan styrk. Hún drífur sig í að panta tíma hjá lækni og læknirinn sendir vottorðið til Tryggingastofnunarinnar og mamma andar léttar. En um næstu mánaðarmót þá gerist ekkert, enginn bensínstyrkur. Mamma hringir aftur upp á Tryggingastofnun og þeir segja að það sé ekkert komið þannig að mamma fer aftur til læknisins og fær annað vottorð sem hún fer með á Tryggingastofnun. Þar talar hún við mann sem segir henni að konan sem sér um þetta sé bara við frá tíu til tólf - klukkan var hálf tólf - og að maður verði að panta tíma - samt var enginn hjá henni - þannig að mamma talar við hann og biður hann um að láta konuna fá vottorðið og hann segir að þetta verði að fara ákveðna leið, sem sagt í pósti. Hann setur vottorðið í körfu og segir mömmu að hringja seinna. Svo líður annar mánuður og enginn bensínstyrkur þannig að mamma hringir og þá er vottorðið týnt!!! Mamma verður því að fara aftur eina ferðina enn til læknis og fá vottorð og koma því upp á Tryggingastofnun og nú bíðum við eftir næstu mánaðarmótum spenntar að sjá hvað gerist.
Það sem ég er að reyna að koma á framfæri hér er það að það er bara full time job að vera öryrki, ég meina maður á ekki að geta unnið þegar maður er svona mikill öryrki en maður á að endasendast bæjarfélaga á milli eins og ekkert sé!!!
Takk fyrir mig.