Það hefur lengi verið stór umræða um hvort það ætti að leyfa fóstureyðingar á Íslandi, og ætla ég að tala um þær. btw Ég er andvígur banni á fóstureyðingum.

Margar konur eru ógiftar, fátækar og jafnvel á kafi í dópi og öðru eins “sukki” og selja sig kannski líka, og þá er ekki gott að verða ófrísk í landi sem bannar fóstureyðingar. Barnið myndi vera inni og úti á munaðarleysingjahælum, vera með eiturlyf í blóðinu og mjög líklega skaddað, og eru mörg sona börn nú í dag í heiminum.

Af hverju fá konur ekki að velja hvað þær gera við líkamann sinn, með því að “hindra” barninu inngöngu í heiminn gætu þær alveg mögulega verið að bjarga því frá fátækt og snauð (auðvitað gæti það verið öfugt einnig). En pointið er að konur mega (og eiga) að velja hvað þær geri við ófætt fóstur sitt, og vonandi verða þessi lög sem eru nú eins lengi og mögulegt er.