Ég fór í Bío um daginn. Keypti tvo miða og borgaði fyrir það 1600 krónur. Kl. var 21:50 þegar ég kom inn og fór í röðina til að kaupa standard bíópopp og með því. Kl. 22:10 fékk ég loks afgreiðslu (myndin átti að byrja kl. 22:00) þrátt fyrir fjög fámenna biðröð. Þá voru bara 2 stúlkur að afgreiða!! Ég keypti miðstærð af popp og stóran nachos og borgaði fyrir það 460 krónur. Ofan á það lagði ég út 300 krónur í gos sjálfsalann fyrir tveinur kók í dós. Þá var ég búnn að borga 2.360- krónur til að sjá bíómyndina. Sem betur fer þá byrjaði sjálf myndin ekki fyrr en 22:20 því að það voru auglýsingar og trailer-ar fram að því.
Nú þegar þessari frásögn er lokið kem ég mér að efninu:
Hvað eiga kvikmyndahúsaeigendur eiginlega að fá að hækka miðaverð og sjoppuverð mikið áður en íslendingar láta í sér heyra út af því.
Og að standa í röð í 20 mín. er alveg út í hött. Við erum að borga hærra verð fyrir verri þjónustu! 2.360- Borga ábyggilega tveggja tíma laun fyrir eina afgreiðslumanneskju og rúmlega það!!
Af hverju er ekki búið að gera athugasemd við það að það kostar það sama í ÖLL bíó á landinu? Það eru tveir aðillar sem eiga þetta alltsaman… Það þarf nú engan snilling til að álykta að um verðsamráð sé að ræða.
Þetta er sennilega ekkert merkilegt málefni. Það er bara gott að fá útrás á pirringi sínum…
-DeTox