Komið sæl,

Jæja, ein önnur grein um stöðuna í heiminum og er þessi núna um trúarbrögð.

Trú í heiminum getur verið ótrúlega flókin, maður hugsar oft hvernig svona falleg hugmynd getur valdið svona miklum vandræðum. Sjálfur finnst mér fáfræði eiga sinn hlut í þessu, þar með fordómum og öfgum. Sjálfur er ég búddhisti og finnst mikið vit í þeirri trú, og öllum öðrum trúarbrögðum í heiminum. Ef maður skoðar aðeins upprunina og grundvallarstaðreyndirnar á trúarbrögðum þá þarf maður ekki að vera hálfviti til að sjá ekki að öll þessi trúarbrögð sýna skinsemi og frið.

Trúin sem er mest fjölluð um í dag er auðsjáanlega múslímatrúin. Það er ekki skrýtið að það fyrsta sem maður hugsar um þegar maður heyrir orðið Islam er sjálfsmorðsprenging, “Jihad” (sem þýðir átak, ekki heilagt stríð) eða borgarstyrjöld. Til að skilja þetta betur verður maður að líta á þessa trú þegar hún byrjaði. Í miðausturlöndunum þegar hún byrjaði var mikið átak meðal hópa, og það sem Mohammed reyndi að gera var að koma öllum þeim hópum saman, sumt virkaði, sumt ekki. Og þegar fólk fór meira inn í þetta voru þessir hópar ennþá að rífast. Svo má ekki gleyma krossferðunum, sem skeðu af því að kristintrúar og múslimar voru að berjast yfir heilögu borginni Jerúsalem, þar sem Jesús dó og Mohammed fæddist.

Hvorug trúin var eitthvað rétt/ranglætari, þær voru bara á rangum tíma og á rangum stað. Ef það má segja. Fólk sér svona hluti eins og reiðin í fólki og spáir aðeins í hvað það gerði, ekki af hverju það hefur skeð. Það gerist ekkert svona stórt bara sí svona, það er alltaf skýring á öllu. Múslimar í dag búa flestir í “3rd world countries” og finnst mér, þurfa að búa undir miklum erfiðleikum. Þegar kaninn fór inn í Írak gerði hann sér ekki kannski alveg grein fyrir því að mikið af þessu fólki vissi ekki einu sinni af 11. september, og hafði ekki hugmynd að þeir voru bara að frelsa þá, ef það er virkilega heila sagan. Þannig það er kannski ekki skrýtið að þeir myndu berjast til baka þegar þeir sjá hermenn allt í einu um allt landið þeirra.

Trúarbrögð sem segja að aðrir séu að fara til helvítis vegna þess að þeir eru ekki af ákveðinni trú er annað sem fer soldið í taugarnar á mér. ÞAÐ ER ENGINN AÐ FARA TIL HELVÍTIS. Af hverju myndi guð skapa okkur til þess að fara í leit eftir ákveðinni trú sem myndi henta okkur og síðan senda okkur til helvítis vegna þess að hún hefur ekki verið “rétt”???? Svo finnst mér líka soldið scary hvað trú er að fara mikið inn í pólitík…og ef það þjóðfélag gerir sig að “Theocracy” (ríkisstjórn undir guð) þá verður það ekki lengur spurning um hvað stjórnmálamaðurinn vill, heldur hvað guð vill. Og ef þið hafið séð myndina “Kingdom of Heaven” þá kannski vitið þið hvað ég er að tala um.

En allaveganna er þetta mín sjón á trú, hún er alls ekki slæm, það bara fer eftir því hvernig fólk notar hana.
-afsakið líka að ég gat ekki þýtt allt, maður er alveg búinn að missa málið eftir að búa hérna svona lengi, hehe.

Thank you very nice!
“If you have a gun, you can rob a bank. If you have a bank, you can rob everyone”