Samlíkingin við Rómaveldi hefur verið vinsæl undanfarið í sambandi við ætlaða hingnun Bandaríkjanna, en mér er spurn hvort þetta eigi ekki við öll Vesturlönd og líka Ísland ?

Yfirstétt Bandaríkjanna safnar auði og æ erfiðara verður að fá fólk í herinn til að berjast fyrir “öryggi USA” þannig að þeir eru farnir að fá hálfgerða málaliða til að berjast fyrir sig í Írak, t.d. S-Ameríkumenn sem varla tala ensku eins og ég sá í einum fréttatímanum. Á sama tíma reyna þeir að loka fyrir straum þessa fólks norður yfir landamærin við Mexíkó. Þó kemst þetta fólk inn af því að “markaðurinn” krefst þess og svo breyta þessir nýju íbúar samfélaginu þannig að spænska og “latino” siðir breyðast út. Þetta er kannski ekki svo slæmt en það er öllu verri þróun í Evrópu að mínu mati, þar sem þar eru múslímar og Tyrkir í aðalhlutverki með miklu meiri breytinum, þ.m.t. hugmyndafræðilegum sem tengjast trúmálum og afleiðingum þess á samfélagið. Svo er það þannig að börnin erfa landið og í Evrópu er fjölgunin mest hjá múslímum og þarmeð hlítur samfélagið að taka breytinum samkvæmt því, og þá ber að gerta þess fyrir þá sem ekki vita að samlögun þessa fólks hefur alls ekki veriða að takast. Eins furðulegt og það er nú þá eru samfélag Tyrkja í Þýskalandi mun íhaldssamara en það er í sjálfu Tyrklandi, þar sem innflytjendurnir eru frekar frá fátækari og íhaldssamari hérðuðum Tyrklands.