Ég rakst á þessa grein á mbl.is: http://mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1129779

Hún fjallar um bandarískan hermann sem skipaði mönnum sínum að neyða 2 íraska borara út í Tigris ánna með þeim afleiðingum að annar þeirra dó. Seinna neyddu þeir annan mann út í og hann stóð bara og fylgdist með.
Fyrir þetta hlaut hann 45 daga fangelsisdóm og hann þurfti að greiða til baka 2/3 launa sinna síðustu 6 mánaða. Hann fær greitt 3000 dollara (175.000 kr) á mánuði.
Maðurinn var ekki rekinn úr hernum eins og saksóknari krafðist. Hámarksdómur fyrir brot hans er 9 og hálft ár.

Þá er spurningin hvort að hér sé réttlæti í gangi og hvort rétt sé tekið á brotum í Írak? Þetta er hreint dæmi um mannréttindabrot og ætti því að taka harðar á þessu til að sýna heiminum og þá sérstakleg írösku þjóðinni fram á að breytingar eigi að verða í mannréttindum.

Ekki er langt síðan atvikin í Abu Graib fangelsinu átti sér stað og eftir það var talað um einangrað atvik og nokkrum þeim sem þar brutu á Írökum voru dæmdir til fangelsisvistar en þó ekki allir.

Finnst öðrum þetta réttlæti? Að geta orðið valdur á dauða manns og hljóta dóm sem jafngildir dómi á smáþjófnaði?
“Öreigar allra landa sameinist !!!!!!!”