Hmm ok, hvað er það með fólk að segja að bush sé vanhæfur forseti.
Ég get nú ekki betur séð en að honum hafi farnast vel í Kínadeilunni.
Komst í gegnum það án þess að þurfa að kyssa fæturna á Kínverjunum.
Hvað er fólk að meina með “vanhæfur”?
Er það bara Bush að kenna að Kínverjar hóta nýju vígbúnaðarkapphlaupi?
Eru það ekki Kínverjarnir sem eru að hafa í hótunum?
Ég veit ekki ýkja mikið um þetta málefni, en ég veit heldur ekki mikið um það að Bush sé “vanhæfur”.

Ps. Ég bið ykkur sem svara þessu að koma með hlutlaus álit byggð á staðreyndum, ekki bara: “Bush er hálfviti!”, eða “Bush er antichristur!”.

Hlutleysi öllu fremur.

Kv.
Atlas
<img src="