Mig langar aðeins að fjalla stuttlega um þetta “frábæra” menntakerfi Kananna.

Ég á einn vin frá Minniapolis í Bna.
Hann er af Mexíkönskum ættum og er 15ára gamall.
Pabbi hans vinnur 400km í burtu vegna atvinnuleysi í borginni.

Hann gengur í svokallaðan “public highschool” eða á íslensku, ríkisrekin “skóli” fyrir þá sem ekki eiga efni á almennilegum skóla.
En skólin hans hefur fengið lága einkunn, lægri en lands meðaltal, sem er skiljanlegt vegna lélegrar kennslu.
Vegna þess, þá var ekki hjálpað þeim skóla, heldur voru teknir fjármunir af honum til þess að refsa nemendum skólans.
Til þess að hafa efni á krítarkaupum og fleiru þá þurfti að sækja þá peningar hjá fjölskyldum nemendanna.
Hann og fjölskylda hans þurftu þess vegna að borga ákveðnar fjárhæðir á mánuði til þess að standa undir krítar kaupum skólanns ásamt öðrum.

Fjölskyldan hans átti ekki peninga til þess að framfleita sér og borga þessi gjöld.
Honum var þá skipað að skúra eftir skólann hjá sér, og niðurlægja sig þar með fyrir framan skólafélaga sína til þess að borga sinn skerf af skólainnkaupum.

Þetta er 5 ríkasta þjóð í heimi undir kapitalismastjórn.

Nú kunninginn minn þurfti eitt sinn að leita til læknis vegna vörtu á tá.
Fjölskyldan hans átti ekki efni til að senda hann til læknis né á sjúkratryggingu fyrir.
Hann hafði þá aðeins eitt ráð, að brenna vörtuna af sjálfum sér með kveikjara, með slæmum afleyðingum.

Þetta er 5 ríkasta þjóð í heimi undir kapitalismastjórn.

Sanngjarnt?

Allir flokkar landsins nema, Vinstri hreyfingin grænt framboð er með einkavæðingarstefnu á stefnuskrá sinni, villjum við það?


Mitt persónulega álit á einkarekstri á velferðarkerfinu, er sú að meðan hún er einkarekin færist allur hagnaður á grunnþjónustu, s.s menntakerfinu eða heilbrigðisþjónustunni á hendur fárra manna.

En ef að velferðarkerfið er ríkisrekið þá færist allt fjármagn, sem hannars væri hagnaður í ríkissjóð.

Kapitalismi er ómannúðleg og geggn öllum trúarstefnum, allir sem styðja annan flokk en, Vinstri hreyfinguna grænt framboð, ættu að skrá sig úr þjóðkirkjunni.


Með fyrirvara um stafsettningarvillur.