Erum við að fagna jólunum of snemma? Sælt verið fólkið.

Ég var að koma heim úr Kringlunni áðan og getiði hvað ég sá?! Jólaskreytingar hangandi úr loftinu! Svo var einhver umræða í bekknum um daginn að skreyta væri líka miðbæinn eitthvað. Hvað er málið að byrja tveimur mánuðum fyrir jól? Fólk, er þetta ekki fullsnemmt?

Í Kringlunni héngu jólatré alsett kúlum, gylltum englum o.fl. og svo voru serírurnar alls ráðandi. Ég hef persónulega ekkert á móti að skreyta götur, tré eða Kringluna með seríum með hvítu/hlutlausu ljói en það að bæta jólaskreytingunum við finnst mér algjörlega út í hött.
Ekki nóg með það að þá er Hagkaup til að mynda búið að taka upp jólavörurnar. Ekki myndi ég kaupa mér gervijólatré eða nokkuð skraut þarna til að fela það svo inn í skáp næstu tvo mánuði. Meira að segja spurði átta ára sonur vinkonu minnar hvort gleymst hefði að taka jólaskrautið niður þegar þau mæðginin gengu í gegnum Hagkaup um daginn. Hún svaraði nei og sagði að búðin væri að taka upp jólaskraut fyrir jólin. Strákurinn varð rosalega spenntur og giskið hvaða spurning fylgdi í kjölfari? Hvenær kemur fyrsti jólasveinninn? Hún fór auðvitað ekkert að ljúga að barninu og sagði að jólin væru ekki fyrr en eftir tvo mánuði svo langt væri í það að fyrsti jólasveinninn kæmi. Að von varð barnið vonsvikið enda búið að ýta undir spenninginn með öllu þessu jólaskrauti og jólavörum.
Ekki álasa ég barninu. Ef ég væri 8 ára líka að þá myndi mér detta fyrst í hug jólin og jólasveinarnir þegar eitthvað sem minnist á það kæmi upp á yfirborðið, og ég myndi eflaust líka verða fyrir vonbrigðum.

Þetta fer svolítið í taugarnar á manni en ég reynir maður bara að líta fram hjá þessu en ef það væru mótmæli og undirskriftalistar gegn því að jólaskraut væri sett svona snemma upp að þá myndi ég alveg pottþétt skrifa undir og mæta. Var alvarlega að spá að kvarta við upplýsingaborðið bara til að mæla í mót við eitthvað af þessu jólafári T.d. í fyrra var jólaskrautið sett upp í nóvember og núna mánuði fyrr.
Endar örugglega með því að við þurfum ekkert að taka niður skrautið hjá okkur eftir komandi jól, bara til þess að vera viðbúin næstu?!
I´m crazy in the coconut!!! (",)