Ég skrifa hér um gay pride því í dag las ég blað frá búð einni um gay pride
sem er væntanlegt snemma í ágúst. Ég hef aldrei farið á gay pride öll 17 ár
ævi minnar, ástæðunar eru einfaldar. Annaðhvort var ég að gera eitthvað
annað, gleymdi því eða var í útlöndum.

Í þessu gay pride blaði er verið að tala um opinberun samkynhneigðra og
mismun samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Ég las þetta blað með
þannig hugarástand að blaðið myndi algerlega hunsa mikilvæg atriði.
Förum í það seinna.

Gay pride í mínum augum er tilgangslaust, sérstaklega á Íslandi árið 2004.
Þar sem gay stendur fyrir samkynhneigð karla og kvenna sem er alveg
viðurkennd, fáir fordómar á móti samkynhneigðum. Samkynhneigð eins og
gagnkynhneigð er sjálfstaður hlutur að mestu leiti.

Í blaðinu eru greinar um homma sem gera þetta, lesbíur sem eru þetta og
eru í þessari hljómsveit. Blaðið fjallar um allt saman, jafnvel kynskiptinga.
En þetta blað hunsaði heilann hóp algerlega sem kom mér alls ekki á óvart.
Og hópurinn er tvíkynhneigð/ir, tilvera tvíkynhneigðar er rétt svo viðurkennd í
næst aftöstu síðunni tvisvar.

Kannski eru snillingarnir sem skrifuðu þetta blað að kremja tvíkynhneigða í
homma og lesbíu dæmið í sinni kennd að aðskilja þá flóknu í fáfræði eða
hræðslu við það sem þeir skilja ekki en er svo nálægt eða eru þeir að gera lítið
úr henni. Fólk á það til að segja hommi eða lesbía um alla sem eru ekki
gagnkynhneigðir, ég get ekki sætt mig við þannig bull. En, kannski er blaðið
eingöngu að tala um samkynhneigt fólk en þrátt fyrir það þá töluðu þeir
aðeins um samkynheigða og gagnkynhneigða. Það mætti halda að það sé
eitthvað samsæri hérna að eyða heilum hóp að siðferðis-æðri lífverum. Eitt
sem gagnkynhneigðir og samkynhneigðir hafa sameiginlegt er að númer 1
er kyn, allt annað er númer 2 eða aftar. Tvíkynhneigðir hafa það kyn í númer
2 eða aftar eða jafnvel ekki neins-staðar. Ég veit að ég er að gera
tvíkynhneigð að æðri kynhneigð heldur en kynhneigð einkynhneigðra en
vonandi fyrirgefið mér.

Í raun er ég að alhæfa einkynhneigða, afsakið mig og endilega réttið þetta
hjá mér ef það leynast undantekningar einhverstaðar.

Annars þá er best að ég leyfi ykkur að spurja spurningar og að ég útskýri
þannig frekar eða að þið bara komið með ykkar skoðanir.