Mig langar aðeins að tala um hvað er að gerast í Kína, ég skrifaði um þetta annarsstaðar sem svar við grein en ég ákvað síðan að gera úr þessu grein. Ég ætla að byrja fyrst í fortíðinni. Árið 1992 var Falun Gong eða Falun Dafa fyrst kennt almenningi og náði miklum vinsældum í Kína. Ári síðar fékk Li Hongzhi (sá sem byrjaði að kenna Falun Gong) nokkrar viðurkenningar í Kína auk þakkarbréfs frá varnarmálaráðuneytinu í Kína. En 7 árum eftir að Falun Gong iðkuninn var kennd almenningi voru iðkendurnir orðnir mjög margir, einnhversstaðar á milli 70 og 100 milljónir, sem sagt, iðkendurnir orðnir fjölmennari en þeir sem tilheyra kínverska kommúnismaflokknum. Þá voru sett lög sem bönnuðu alla iðkun Falun Dafa eða Falun Gong. Þeir sem sjást iðka Falun Dafa í Kína eiga þá á hættu að vera sett á geðsjúkrahús, vinnuþrælkabúðir eða í fangelsi, og til þessa tíma hafa tugirþúsunda Falun Gong iðkenda í Kína verið pyndaðir og þúsundir til dauða fyrir þá einu sök að iðka Falun Dafa. Í flestum ríkjum heims er hugmynda- og skoðana- frelsi talin sjálfsögð réttindi fólks, en í Kína, er það glæpur. Eins og James Harding (Financial Times) gerði í október 2000 ætla ég að vitna aðeins í skýrslu breskrar utanríkismálanefndar sem fjallar um málefni Kína:
“Ofsóknir Kínverja á hendur þeim sem iðka Falun Gong hafa afhjúpað með óhyggjandi hætti annars vegar ótta kínverska stjórnvalda og hins vegar hvernig þau hika ekki við að beita óbreytta borgara valdi til þess að bæla niður og stöðva alla viðleitni fólks til þess að koma saman, af það er ekki beinlínis skipulagt af stjórnvöldum.”

Og síðan annarsstaðar í skýrsluni

“Í sérhverju ríki þar sem mannréttindi fólks væru raunverulega virt myndi iðkun Falun Gong ekki draga að sér sérstaka athygli stjórnvalda.”


Mig langar aðeins að bæta við að Falun Gong eru ekki trúarbrögð heldur aðferð til andlegs þroska og styrktar huga og líkama. Og af minni reynslu við að umgangast marga iðkendur, iðkunina mína sjálfa, lesa bókina Zhuan Falun og marga aðra fyrirlestra, þá sé ég að þetta er bara iðkun til að gera mann að betri manni. Áróðurinn frá kína er hins vegar alveg hryllilegur, hvernig þeir reyna að ljúga öllu upp á iðkendur Falun Gong. Á meðan erum við bara að reyna segja sannleikan og biðja ykkur um að trúa ekki þessum lygum sem reyna afsaka það hvernig þeir fara með Falun Gong iðkenndur þar. Hvernig getur Falun Gong verið svona hryllilegt fyrst að við förum eftir -Sannleik, Samkennd, og Umburðarlyndi. þessi þrjú orð segja allt sem segja þarf, hvernig getur þetta ekki verið gott þegar maður fer eftir einhverju sem þessu? Kommúnista flokkurinn í kína vill bara halda velli og gerir allt sem til þess þarf, þótt að það var aldrei hugmynd Falun Gong iðkennda að gera einhvað í stjórnmálum, þá sýnir þetta hve stjórnin í Kína er hrædd við að missa völdin. Mig langar bara að segja ykkur sannleikan og útskýra fyrir ykkur málin.


Kv.