Ég ætlaði að finna upplýsingar um þetta málefni með íslenskum leitarvélum eða á heimasíðu stígamóta en fann ekki neitt og það versta er að ég var ekki hissa. En kíkti á erlendar heimasíðu aðallega úr Bandaríkjunum og Evrópu til þess að fræða mig smá um kynferðislegt ofbeldi gegn karlmönnum. Nú eins og á hverju ári er fyrir verslunarmannahelgina alltaf sent út þau skilaboð að stelpur eigi að passa sig og að strákar eigi að skilja að nei þýðir nei. En eru strákar líka fórnalömb ? Það er einföld staðreynd að það er nauðgað karlmönnum um allan heim, nei ekki bara ungir strákar heldur er líka nauðgað unglingum og fullorðnum karlmönnum bæði af körlum og konum.

Talið er að í minnsta lagi 1 af hverjum 14 karlmönnum á heimsmælikvarða verða fyrir grófu kynferðislegu ofbeldi (nauðgun) á ævi sinni og tel ég engin rök vera til fyrir því að Ísland ætti að vera undantekning frá því, jú getur verið að það sé sjaldgæfara eða algengara en í öðrum löndum, en það er pottþétt að það er nauðgað strákum og karlmönnum á Íslandi þó það sé kannski hægt að deila um í hversu miklu mæli. Þó það séu meiri líkur á því að það sé nauðgað konum þá má ekki bara sópa undir teppið þeirri staðreynd að það skeður líka fyrir karlmenn, í raun er aðal vandamálið við umræður að það sé alltaf talað um nauðganir á konum en ekki bara fólki almennt. Það eru alveg ágætis líkur að það sé nauðgað strákum líka hverja verslunarmannahelgi en strákar eru líklegri til þess að leita ekki hjálpar eftir nauðgun og því er erfitt að vita hversu algengt það sé, sérstaklega um verslunarmannahelgina þegar allir eru að einbeita sér að nauðgunum á stelpum.

Smá upplýsingar í ”Satt/Ósatt” formi um nauðganir á karlmönnum….

Ósatt: Það er aðeins nauðgað konum.

Satt: Það er nauðgað karlmönnum hvern einasta dag um allan heim.

Ósatt: Karlmenn sem nauðga öðrum karlmönnum eru alltaf hommar.

Satt: Nauðgun tengist ekki kynhneigð eða þrá, heldur til að hafa vald yfir manneskju. Tilgangurinn er að niðurlægja hina manneskjuna. Talið er að helmingur nauðgara sé í raun sama hvaða kyn fórnalambið tilheyrir.

Ósatt: Strákum sem er nauðgað af öðrum strákum eru alltaf hommar eða hommalegir.

Satt: Meirihluti karlmanna sem er nauðgað eru gagnkynhneigðir.

Ósatt: Það er aldrei nauðgað ”alvöru karlmönnum”.

Satt: Allar ”tegundir” karlmanna geta lent í því að verða nauðgað. Þó þú sért í góðu líkamlegu formi og sterkur þá útilokar það þig ekki frá nauðgun, sumir sækjast jafnvel í þannig týpur og lýta á það sem meiri sigur að ná að nauðga sterku karlmenni.

Ósatt: Aðeins er nauðgað karlmönnum í fangelsum og öðrum stöðum þar sem menn fá ekki aðgang að kvenmönnum.

Ég hvet alla karlmenn til þess að passa sig um verslunarmannahelgina og bara alltaf því það er langt frá því að vera goðsögn að karlmönnum sé nauðgað. Mæli með því að þið fylgið sömu ráðum og stelpurnar eða t.d. vera í hópum og ekki vera að drekka drykki frá öðrum einstaklingum. Einnig mæli ég með því að þið takið því alvarlega ef einhver strákur biður um hjálp eftir að það hafi verið nauðgað sér, mörg dæmi eru um að fólk hafi tekið því sem gríni/lygi og gengið burt frá fórnalambi í neyð. Ímynd karlmannsins og það að fólk trúi oft ekki karlkyns fórnalömbum er það sem kemur karlmönnum í þá stöðu sem konur voru í fyrir nokkrum áratugum eða það að minnihluti leitar hjálpar, já þetta gildir auðvitað líka um konur að skammast sín og leita ekki hjálpar en það er miklu algengara hjá karlmönnum.

Skemmtið ykkur vel um helgina og passið ykkur.