Ég var að hlusta á fréttir á RÚV áðan og þar var verið að fjalla um mál málanna semsagt Kárahnjúkavirkjun. Borgarfulltrúar voru að fjalla um og taka afstöðu til þess hvort Reykjavíkurborg sem einn af eigendum Landsvirkjunar ætti að ábyrgjast lán sem Landsvirkjun kemur til með að taka fyrir fræmkvæmdinni.

Það var víst allnokkur hópur fólks sem safnaðist saman fyrir utan Ráðhúsið og mótmælti Kárahnjúkavirkjun og álveri ALCOA,eins var hópur fólks sem kom sér fyrir á áheyrendapöllum Ráðhússins og voru þar með nokkur læti,trufluðu störf borgarstjórnar og borgarfulltrúa nokkuð reyndar svo mikið að fundarstjóri hótaði að láta rýma pallana ef fólkið myndi ekki hafa hægt um sig. Fór svo að lokum að Lögreglan þurfti að fjarlægja einn mann af pöllunum.

Nú spyr ég,er ekki fullseint í rassinn gripið að mótmæla þessu ? Er ekki orðið nokkuð ljóst að framkvæmdirnar fari í gang ? Það er hreinlega spurning hvort einhverjir mótmælanda hafi ekki notað tækifærið fyrst þeir voru nú þarna niðurfrá til þess að mótmæla Ráðhúsinu í leiðinni..

Það er nefnilega margt líkt með mótmælunum nú gegn virkjunar og álframkvæmdunum og var gegn Ráðhúsinu þá. Ég man eftir því að andstæðingar Ráðhússins fengu einhvern voða fínan líffræðing til þess að vitna um það að ef Ráðhúsið myndi rísa þar sem það er nú,myndi fuglalíf bara einfaldlega hverfa með öllu,ekkert minna takk fyrir.

Ég held að eftir á að hyggja þá séu flestir Reykvíkingar og aðrir nokkur sáttir við Ráðhús Reykjavíkur og ekki er annað að sjá en að endurnar,gæsirnar,álftirnar og jafnvel mávarnir hafi það bara nokkur gott þarna á tjörninni.

Það sem ég á við með þessu er að það þýðir ekki að vera með einhvern hræðsluáróður gegn ál og virkjunarfræmkvæmdum,vissulega eru menn með eða á móti,það er ekkert nema sjálfsagt mál. En þegar fólk ber fyrir sig allt það versta sem fyrir getur komið þá er kominn tími til að aðeins að slappa af.

Í fréttunum var einnig viðtal við vísindakonu sem segist hafa margítrekað varað Landsvirkjun um að Stíflan væri á gosstöðvum og að þar hafi átt sér stórt gos árið 1625 !! og út frá því vill hún meina að stíflan sé ekki á öruggu svæði. Einnig talaði hún um að líftími stíflunnar yrði mun styttri en gert var ráð fyrir í áhættumati hennar (væntanlega vegna þess að stóreldgos á svæðinu myndi eyðileggja hana).

Ég held að sem Íslendingar þá vitum við það að við búum við sífellda ógn náttúrunnar eins og t.d í Vestmannaeyjum og í þættinum Ég lifi á Stöð 2 á Sunnudaginn þá sást vel hvað ég er að tala um,en þar gaus í u.þ.b 200 metra frá byggð. Maður skildi ætla að byggð myndi hreinlega leggjast af eftir slíkar hörmungar en nei,ekki aldeilis þar er blómleg byggð í dag.

Ef slíkur hugsunargangur eins og sá sem ég talaði um hér að framan fengi að ráða,þá yrði lítið úr verki og lítið byggt. Ég personulega tel þessar framkvæmdir vera okkur til góðs og munu vonandi og væntanlega hafa margt gott í för með sér..