Svo að ég haldi mig við kannabis umræðuna þá er það alveg vitað mál að bann á kannabis færir peningaflæðið sem því fylgir yfir á hendur glæpamanna sem halda verðinu uppi (með hjálp fíkniefnalögreglunnar sem hafa ekkert annað að gera en að eltast við örfáa hassmola og lemja krakkana fyrir það)og styrkir glæpastarfsemina á íslandi.
Ef við lítum á bann á áfengi og skoðum hvaða gagn það hefur gert getum við byrjað á “bannárunum” svokölluðu þegar bandaríkjamenn héldu að þeir gætu bannað áfengi fyrir fullt og allt en afleiðingarnar voru einfaldlega þær að skipulögð glæpastarfsemi hefur aldrei verið eins sterk neins staðar í heiminu eins og þá og varð til þess að mafían fékk sterkan sess í samfélaginu og eru bandaríkjamenn enn að súpa seiðið af þessu barnalegu feilspori sem þeir tóku fyrir 70 árum. Ekki minnkaði drykkjan það er víst og spillingin var gífuleg. Glæpamenn áttu bandaríkin.
Við vitum ÖLL að drykkja íslendinga hefur batnað með árunum og ekki síst eftir að bjórinn var bannaður og þær gagnrýnisraddir gegn þeirri lögleiðingu hafa þagnað með öllu.
Enn er Ísland með eina ströngustu löggjöf hvað varðar sölu áfengis hvað varðar aldur, verð, og sölustaði og opnunartíma þeirra (skemmtistaði þó að það hafi aðeins batnað og “ríkið). Við getum spurt okkur: hefur þetta haft eitthvað uppá sig. Berum okkur saman við Evrópu. Svarið er tvímælalaust NEI!!!!!
Þrátt fyrir hátt verð, þröngvan opnunartíma ríkis og háan aldur þeirra sem mega kaupa áfengi er drykkjuvandamálið hvergi eins alvarlegt í V-Evrópu eins og hér. Íslendingar eru frægar fyllibyttur um alla evrópu. við erum eins og smábörn í drykkju,jafnvel fullorðnu fólki finnst ”spennandi“ að detta í það. Það hefur sýnt sig að því slakari sem löggjöfin er því með meiri þroska umgengst fólk áfengi og þetta er líka staðreyndin með cannabis.
Eins lengi og við höldum cannabis bönnuðu mun verðið vera hátt, skipulög glæpastarfsemi mun styrkja sig í sessi og ungt fólk sem reykir mun finnast það ”of" spennandi til að geta umgengist það sem eðlilegan þátt í lífinu. Einnig mun Cannabis vera á sama markaði og hörðu efnin og þannig leiðir það oft neitendur til að prufa eitthvað nýtt sem þeir mundu ekki annars gera ef maður t.d gæti keypt cannabis í apótekum (eins og hægt er að gera í fylkinu Schleswig-Holstein í Þýskalandi) á skynsamlegu verði.
Áfengi hefur mjög lengi verið selt í búðum í evrópu og samt sem áður kunna evrópskir ungmenni mun betur með áfengi að fara en við íslendingar.
Þessi bönn eru bull og við erum að fara í bandvitlausa átt og það er betra fyrir alla bæði þá sem vilja lögleiða kannabis og rýmka áfengislöggjöfina og einnig þá sem vilja þroskaðri umgengni um vímuefni að treysta almenningi. VIÐ ERUM ENGIN SMÁBÖRN!!!!