Það sem einkennir rekstrarumhverfi banka á Íslandi:
1. Verðtrygging
2. Háir vextir 15-20%
3. Kröfur um ábyrgðamenn
4. Kunningjagreiðar
5. Há gjöld fyrir notkun á kortum
6. Gjöld fyrir notkun á auðkennislyklum
————————————————————-
Hlutverk verðtrygginga er að tryggja að verðmæti greiðslna til lánveitanda rýrni ekki. S.S. að nafnverð láns við lánveitingu sé í samræmi við virði endurgreislna. Auk þessa eru vextir greiddir ásamt vöxtum af verðtryggingu. Þetta leiðir til þess að lántakendur á Íslandi geta aldrei vitað hve mikið þeir þurfa að greiðatil baka.(ef lánið er verðtryggt t.d. bíla og húsnæðislán)
————————————————————-
Vextir eruháir til að draga úr verðbólgu. Það á að virka á þann hátt að þegar dregið er úr lántökum (vegna hárra vaxta) minnkar peningamagn í umferð, s.s. peningar verðasjaldgæfari og því verðmætari… Fleiri kenningar eru til en þær flestar gera ekki ráð fyrir og eiga erfitt með að útskýra hvernig aukið magn peninga s.s. fjöldi seðla getur haft áhrif á verðbólgu (t.d. Þýskaland fyrir WW2)
En já, vextir eru hafðir háir en í nútímanum eru peningar svo mikið rafrænir að ekkert gerist nema bankarnir hætti aðlána peninga.
En bankar græða á háum vöxtum, því hafa þeir hrint markaðssókn af stað. Sniðugt en siðlaust, þeir ættu frekar að hvetja fólk til að spara og koma efnahagsástandinu í rétt horf.
Bankarnir hafa engu að tapa á meðan þetta ástand varir þar sem meirihluti lána eru verðtryggð…
————————————————————-
Kröfur um ábyrgðamenn og veð eru meiri á Íslandi en öðrum löndum. Bankar á ‚islandi forðast ábyrgð á lánum hins almenna borgara eins og gyðingar gasklefana… Reyndar kemur það svo alltaf uppá daginn að vinur vinar bankastjóra einhverstaðar fékk svaka lán fyrir mjög dúbíus fyrirtæki og þeir apa 600 milljónum á no time…
Erlendis skiptir máli t.d. hve lengi viðskiptavinur hefur veriðí viðskiptum, velta seinustu 2-3ár og hámark ótryggðs láns ákveðið út frá því.
Kunningjagreiðareru form viðskipta hér á landi. Bankar og öryggi banka á Íslandi er hæpið hugtak.
Vinur minn vinnur í banka, hann hefur oft rætt við mig hvernig hann dúlar sér á dagin að skoða myndir af fólki i tölvunni, prentar út svipi sem honum finnst fyndnir og svo skoðar hann hvernig fólk er statt fjárhagslega bara til að tékka… Hann veit nánast allt um alla í blokkinni sem hann býr í…
En hann hefur boðið mér að skipta um banka og fá lán og góð kjörog daba daba eins og hann bauð foreldrum sínum þegar hann fiskaði þau til að skipta um banka.
Ég prófaði að skipta úr Glitni yfir í KB fyrir 1-2 árum og Glitnir rúlar og KB sökkar…
————————————————————-
Á Íslandi tíðkast að rukka fyrir notkun á debet og kredit kortum. Gjaldið er hátt og notkun á korti eitt skipti á dag yfir árið kostar minnst 3650kr. Svo er rukkað árgjald og gjald fyrir nýtt kort ef gamla týnist.
Fyrir eitt heimili getur kostnaður fyrir notkun á debetkorti orðið þrítugföld þessi upphæð, tíu færslur á þrem reikningum. Sú upphæð gæti dugað fyrir tryggingum fjölskyldubílsins yfir árið + kaskó.
————————————————————-
Það nýjasta nýtt er auðkennislykillinn. Í fyrri grein hér á huga hnussaði ég fram óánægjuminni með lykilinn. Ekki hefur dregið úr þeirri óánægju, en þeir sem piruðu sig á þeirri grein geta pirrað sig á þessari líka. Ég lagði meira í þessi skrif og legg mál mitt betur fram.

Til að draga það allt saman í sem fæst orð :
Bankarnir eru ekki of góðir til að bjóða okkur neytendum örugga heimabanka án endurgjalds. Hugmyndir á borð við þróun, tækni, nýsköpun og þægindi eiga ekki að leiða til aukins kostnaðar fyrir neytendur, heldur meiri þæginda og betri lausna fyrir fleiri í heiminum og fyrir minni pening. Slík hugmyndafæði er virðisskapandi fyrir almenning og neytendur en ekki bara eigendur fyrirtækja(banka í þessu tilviki)
Þeir sem hafa lært markaðsfæði ættu að vita þetta. Skynjað virði neytenda verður að aukast. Með auglýsingaherferð hefur fólki verið talið trú um að hagsmunum þeirra sé best gætt með því að borga meira fyrir ekki neitt ( ég skal borga þegar ég á eitthvað til að láta ræna af mér).
Þannig er staðan hjá flestum á Íslandi. Upphæðir eru ekki svo háar á reikningunum.
————————————————————-
LOKAORÐ
Bankaþjónusta er dýrt fyrirbæri á Íslandi. Ég hvet alla til að reikna hve mikið bankinn hirðir af ykkur yfir árið í vexti, færslugjöld o.s.f. og pæliðí þeirri upphæð, hvað eruði að fá í staðinn?

Er það þess virði?