Virðing. Virtu náungann. Hver vill að gengið sé upp að manni og hrækt framan í mann? Enginn sem ekki er með hrækifetish. Hugsaðu þig aðeins um. Myndirðu virkilega vilja að allt sem þú gerir og segir við annað fólk væri gert eða sagt við þig? Ég stórefa að þú komir alltaf rétt fram við fólk.

Rétt?

Ekki?

Á ég að þegja því ég veit ekki rassgat?

Er ég óþroskaður?

Er ég einhver helvítis hommatittur?

Af hverju?

Var ég með skítkast á þig? Hvar?

Þetta er almennur sannleikur!

Er þegiðu mjög málefnalegt svar í þínum augum?

Halló?

Farinn?

Jæja.

Alltaf ganga stöðugar ásakanir manna á milli og enginn virðist nokkurn tímann vera sekur í þeim málum. Allir eru englar á himni sem eru saklausari en minnstu lömb. Allavega er það þannig ef tekið er mið af sumum rifrildum sem maður sér/heyrir. Allir að koma með sömu úreltu rökin aftur og aftur og fólki miðar ekkert áfram.

Þess vegna segi ég þér að passa upp á hvað þú segir og lauma smá virðingu í mótsvör þín í rifirildum. Þó þú fáir enga til baka, þá gefur þú frá þér jákvæða strauma og fólk tekur frekar mark á svörum sem ekki enduróma af skítkasti og persónuárásum. Viti borið fólk allavega og hvort vilt þú að vitleysingar eða fólk með viti standi með þér?

Ég þakka þeim sem hlýddu.