Er olía að klárast í Sádí arabíu? Svo mikið er víst að engar nýjar olíuholur eru grafnar í arabíu og framleiðslan stendur í stað.
Í Mexíkó þar sem næststærstu olíulindir eru, hefur framleiðslan dregist saman.

Cantarell í Mexíkó, sem er önnur afkastamesta olíulind heimsins. Þessi lind fannst 1976 og byrjaði að gefa olíu 1979. Í apríl 1981 var búið að bora 40 holur og framleiðslan var rétt yfir milljón tunnur á dag. Árið 1994 ákvað stjórn Mexíkó að auka uppstreymið, fleiri holur voru boraðar og gífurleg verksmiðja var reist til að dæla eitt þúsund milljón kúbikfetum af köfnunarefni daglega niður í jörðina. Þrýstingurinn á olíunni magnaðist og framleiðslan stökk í 2,2 milljónir fata á dag. En allur gleðskapur tekur enda og nú sjá menn fram á minni þrýsting og að framleiðslan verði komin niður eina milljón fata á dag árið 2008.

Tekið af www.vald.org

Jæja, ég ætla ekki að leggja fram neinar samsæriskenningar, fólk hér á huga býr bæði yfir rökhugsun og ímyndunarafli.
Svo hafa stuðningsmenn Íraksstríðsins oft kvartað undan skorti á rökum fyrir stríð fyrir olíu kenninguna. OIL, operation Iraq liberation…

Það eru einungis tvö lönd í heiminum sem geta aukið olíuframleiðslu sína. Þau eru hlið við hlið og heita: Írak og Íran.

Síðan árið 2000 hafa Íranar fundið tugmilljarðar fata í jörðu og þeir virðast vera að flýta sér að semja við frönsk, kínversk, indversk og rússnesk fyrirtæki um að nýta þessa olíu.

Sjáum til hvort að Frakkland, Kína og Indland muni hafa einhverja samninga í höndunum þegar kjörtímabili Bush lýkur. Ekki er líklegt að Íranir semji við Bandarísk fyrirtæki.


George Bush hefur en ekki útilokað notkun hers til að losa Íran við gereyðingarvopn…