Sett vikunar í The Essential Mix á Eddie nokkur Halliwell. Drengurinn kom mér skemmtilega á óvart 2003 með ótrúlegu Essential Mix'i, þar sem hann blandaði rudda techno saman við tudda trance og skreytti með vel útfærðum dj trikkum (scratch og beat-juggling). Nú er hann semsagt mættur aftur með 2ja tíma syrpu og eins og við er að búast er hún eiturhörð og ótrúlega vel spiluð.

Ég mæli með að allir aðdáendur harðrar danstónlistar og góðrar plötusnúðamennsku láti þetta sett ekki framhjá sér fara. Það er hægt að hlusta á það út vikuna á heimasíðu Essential Mix, með því að ýta á “Listen Again”.
Góðar stundir.