Nú er komið að fyrsta sumarkvöldi Weirdcore á hinum geisifína stað Jacobsen. Þeir sem koma fram að þessu sinni eru Yoda Remote , Tonik og Sykur. Einnig mun Dj 3D þeyta skífum.

Yoda Remote er ferskt nýtt band skipað þeim Emil Svavarssyni og Braga Marinossyni. Þeir spila hressilegt synthapop og má heyra svokallað 8 bita sound í mörgum lögum þeirra.

Tonik er listamannsnafn Antons Kaldal og gaf hann nýverið út breiðskífuna “Form Follows”. Tónlist Toniks dregur innblástur frá klassískri synthatónlist í bland við nýrri stefnur og ber með sér keim sem er oft dramatískur og skemmtilegur í senn. Hægt er að nálgast Form Follows plötuna á http://tonik.bandcamp.com ásamt helstu tónlistarveitum netsins.

Sykur eru einir af efnilegri hljómsveitum landsins í dag. Glaðvært elektró popp er það sem fólk má búast við, mikilli gleði og dansvænum smellum. Sykur gerði allt vitlaust á Nasa fyrir skömmu þar sem þeir hituðu upp fyrir Familjen og sönnuðu þar með að þeim ætti að vera allir vegir færir í framtíðinni.

Húsið opnar 9. Frítt inn. Mikið stuð.

http://www.myspace.com/sykurtheband
http://www.myspace.com/tonikmusic
http://www.myspace.com/yodaremote