Techno.is kynnir einn stærsta atburð á þessu ári, DEADMAU5 á Broadway þann 19. desember.
Deadmau5 er án efa einhver allra virkasti og vinsælasti danstónlistarsmiður heimsins í dag. Deadmau5 heitir réttu nafni Joel Zimmerman og er fæddur árið 1981. Nafnið hans Deadmau5, varð hinsvegar til árið 2005 þegar hann uppgvötaði að lítil mús hefði skriði inn í tölvuna hans og dáið þar.
Árið 2008 fór hann hamförum á Beatport verðlaununum og vann titilinn besti tónlistarmaðurinn, besta remixið, besta lagið, besti electro house plötusnúðurinn og besti progressive house tónlistarmaðurinn.

Joel Zimmerman er með mörg járn í eldinum og ásamt því að koma fram sem Deadmau5 er hann í verkefni sem heitir BSOD sem stendur fyrir Blue screen of death ásamt félaga sínum Steve Duda, WTF?, ásamt Tommy Lee, Dj Aero, Steve Duda og Freshmou5 sem er verkefni hans og Mellefresh. Deadmau5 hefur mikið verið að vinna með tónlistarmönnunm Chris Lake, Kaskade og mörgum fleiri með frábærum árangri.

Techno.is vill benda aðdáendum á lög eins og Not exactly, Faxing Berlin, Vanashing point, I thougt inside out, The reward is cheese, Arguru, move for me (feat. Kaskade), Hi Friend (feat. Mc Flipside), Bye Friend, Clockwork, Chicken (WTF), Contact (Glenn morrison), Hydrology ( Glenn Morrison) og nánast öll lög sem meistarinn hefur komið við. Einnig hefur hann remixað lög eins og Synthetic Symphony, Burufunk & Carbon Community - Community Funk, Calvin Harris - Merrymaking At My Place, Cirez D – Teaser, Daft Punk - Harder, Better, Faster, Stronger, Hybrid - Finished Symphony, James Zabiela & Nic Faniculli presents One+One - No Pressure, Marco Demark avec Casey Barnes - Tiny Dancer og mörg mörg fleiri.

Deadmau5 spilar á Broadway 19. desember ásamt Exos, Plugg‘d, Sindra Bm og fleirum.