Jæja nú er komið að PLÖGGI:

Bacardi og Barinn kynna:

“Dansa Meira”


Party Zone
á Barnum 2.september



Fram koma: Ewan Pearson, Alfons X, President Bongo, Andrés og Plötusnúðar ríksins.



Miðaverð: 0 kr (boðsmiðar sem tryggja forgang í hurð í umferð)

Dreifing á nýjum disk: Party Zone Dansa Meira #2 fer af stað þetta sama kvöld.

Upphitun í Dansþætti Þjóðarinnar, Party Zone á Rás 2 kl 19:30-22:00



Gleðin hefst síðan kl 22:00 á Barnum með léttum drykkjum frá afar rausnarlegum styrktaraðila kvöldsins, Bacardi, sem gerði þetta kvöld í raun mögulegt.

Það er nokkuð ljóst að það verður að mæta snemma til að komast inn.

Um Ewan Pearson:

Ewan Pearson er búinn að vera búa til tónlist síðan 1994 þegar fyrsta
12" hans undir nafninu Villa America kom út. Mest af hans eigin efni
hefur þó komið út undir Maas nafninu en undir því nafni gaf hann út sína
einu breiðskífu hingað til á Soma merkinu. Undir eigin nafni hefur hann
hins vegar verið afar afkastamikill og fjölhæfur remixari og hefur
remixað ekki ómerkari nöfn en Depeche Mode, Goldfrapp, Franz Ferdinand, Moby , The Chemical Brothers og The Rapture. Einnig hefur hann verið að
“pródúsera” fyrir aðra listamenn eins og Ladytron, Gwen Stefani ásamt
því að hann pródúserar nýju plötuna frá The Rapture sem að kemur út í
september.
Þess má geta að hans fyrsta lag undir eigin nafni kom út á safnplötu nú
fyrir skömmu og heitir Let it go og þar er það Hafdís Huld sem að syngur.



Hann er búsettur í Berlín þar sem hlutirnir virðast aðallega vera að gerast þessa dagana Undanfarið hefur hann verið að spila á TDK festival í London, klúbbum í Berlín, Noregi og er síðan bókaður á Ibiza helgina eftir að hann sækir okkur Reykvíkinga heim.


Til gamans má geta að Ewan er líklega einn af betur menntuðu plötusnúðunum

í bransanum en hann er með mastersgráðu í heimspeki hehe

Fullt bio er á þessari slóð
http://www.somarecords.com/artists/ewanpearson/biography/


Einnig www.ewanpearson.com og www.myspace.com/ewanpearson