Flauel R.I.P. Nú um helgina hætti “ofurklúbburinn” Flauel starfsemi sinni á grensásvegi 7. Eftirvæntingin eftir þessum klúbb var þónokkur og lofaði staðurinn vægast sagt góðu eftir opnunarkvöldið. Hætta þurfti að hleypa inn á Flauel upp úr 3 á opnunarkvöldinu sem endaði í blússi! Frímann og Arnar fóru á kostum í sérsmíðuðu klassa búri sem þeir drengir hönnuðu svo eftirminnilega eftir þörfum sínum og annara dj-a sem áttu eftir að spila á staðnum.

Hlutirnir lofuðu góðu eftir kvöldið og var komandi dagskrá spennnandi. Elektrolux kvöld, Breakbeat.is, Trance.is, DJ Grétar, DJ Bjössi, DJ Árni E ofl góðir snúðar voru bókaðir til þess að spila.

Af öllum kvöldunum sem haldin voru þarna (tæp 30 talsins) var eitt gott! Opnunarkvöldið!

Þetta er alveg þokkalegt tap á pening þetta ævintýri!
Dj-ar kosta!
Staff kostar!
Hljóðkerfi kostar!
Allt kostar og ekkert kemur inn í kassann!

Hvað tekur núna við ? Sjáum við fram á einhvern aðila þora að leggja í að opna klúbb í 101 á næstunni eftir þetta ?

Er klúbbasenan kannski búin ?

Eina sem dugar er að halda Elektrolux (eini bjarti punkturinn í þessu öllu saman) á nokkra vikna fresti ?

Er ekki bara hip-hop og þungarokk það eina sem er inn í dag ? Kannski að við ættum að fara að bítmixa hevímetalplötur og fara að meika það ?

Eða er kannski öllum of sama til þess að svara þessari grein?!

mahveitekki….