CoD:UO, gott eða slæmt? Ég hef ekki hugmynd um hvort ég nái að blaðra hérna nógu mikið til að það verði grein en það má alveg reyna á það…

Call of Duty: United Offensive

Ekki ennþá komnir neinir íslenskir serverar en ég hef verið að spila hann á útlendum, aðallega breskum, serverum.


Breytingar: (amk. þær sem ég er kominn til að tala um)

Thomson, Mp 40 og ppsh orðnar allt of ónækvæmar og bara hund leiðinlegt að hafa þær! Reyndar ok að hafa ppsh svona, hefði samt viljað hafa hana eins bara með færri skotum, hægari að skjóta eða maður mundi labba hægar með hana! Annars er ég mjög sáttur með Sten (eins og ég hataði hana nú áður)

Scope… Búinn að testa þá alla og er hund óánægður með þá! Eins og ég var nú ótrúlega sáttur með þá í venjulega leiknum!

Mp 44 og Bar orðnar nákvæmari þegar maður hleypur (Bren var allatf frekar nákvæm).

Persónulega finnst mér betra að labba hægt með Mp 44, Bar og Bren og skjóta ónákvæmar því ég fékk þó að hlaupa hratt með Thomson & co. og voru þær betri í “close combat”!


Farartæki: Væri til í að nota þau betur! Fáránlegt að hafa þau inn í hinum borðunum, finnst að það ættu að vera sér borð og serverar fyrir Tank Battle.


Nýju borðin: mjög flott og gaman að þeim, miklu stærri reyndar og gæti það verið slæmur hlutur í svona littlu samfélagi á íslandi! :/


Nýju vopnin: Allt í lagi… finnst þau ekkert spes! Flamethrower finnst mér virka hræðilega þegar þú kemur á móti manni með almennilega byssu (80% tilfella). Bazookan er ágæt, fín til að hafa fyrir infantry í Tank Battle annars mætti hún gera ögn minna damage og hafa stærra svæði sem hún gerir damage á! Mg, bleh! Leiðindi og ekkert annað, mg byssur sem þú getur deploy'að þar sem þú getur lagst niður, bara vitleysa í multiplayer! En svo er það einhver nýr, hraðskreiðari riffill. Hann gerir hræðilega lítið damage og er satt að segja bara tilgangslaus og leiðinlegur!


Niðurstaða: United Offensive hefði aldrei átt að vera gerður! Heldur hefði frekar átt að gera borðin og bæta þeim við gamla leikinn með patch eða Official Map Pack! Ég er bara hræddur um að núna komi patch fyrir venjulega leikinn sem gerir Thomson & co. léleg og leiðinleg vopn!

“The best of Call of Duty and Battlefield combined” - GameSpy
Hah! Ein ástæðan fyrir að ég spila CoD líka (spilaði fyrst bara BF) er sú að hann er EKKI BF!

Btw. að spila UO í Single Player er hin ágætasta skemmtun! Ekki Multiplayer (þótt ég verði líklegast böstaður á einhverjum server í honum ;)