Nú er ég búinn að fá nóg.
Þetta áhugamál er að niðurlotum komið og ekki nóg með það, heldur á versta tíma. Í hönd fer æsispennandi tímabil þar sem niðurtalning að næstu “management” leikjum, fer fram. Undanfarnar vikur hafa flestar greinarnar sem hingað hafa borsist inn verið einhverjar reynslusögur, sem nokkrir, ef ekki margir, nenna ekki að lesa. Að minnsta kosti ekki ég. Það var voða gaman að lesa þetta fyrst þegar menn settu þetta í svona raunverulegan búning og sögðust hafa vaknað upp við símtal frá forseta Real Madrid og eitthvað í þá áttina. En nú er nóg komið. Nú hringja þeir ekki meir!!!

Þess vegna finnst mér að við ættum að rífa þetta áhugamál og nýta okkur þetta tímabil sem í hönd fer til þess. Ef farið er á síður eins og www.sigames.com og www.championshipmanager.co.uk má sjá að allt er að vera vitlaust á spjallborðum þar. Fólk er að koma með tillögur að því hvað má bæta og hverju má sleppa. Sumir eru að ssegja frá því hversu illa þeim er við Sigames og aðrir eru að segja hvað þeim líkar vel við þá. Svo eru margir að segja að Championship Manager 5 eigi eftir að fatast flugið og ekki eftir að höndla samkeppnina við Sigames. Ég vil endilega að við ræðum þetta hérna líka, hvað finnst ykkur um þessi tvö fyrirtæki? Haldið þið að Sigames eigi eftir að rúlla yfir þetta vegna reynslu sinnar í gerð svona fótboltaleikja eða haldið þið að Beautiful Game Studios eigi eftir að vera spútnikliðið og koma á óvart. Collyer bræður duttu inn á réttu formúluna fyrir um áratug, afhverju ættu BGS ekki að geta það?

En til að koma þessari umræðu af stað langar mig að taka frumkvæðið og nýta vinnutímann minn í að bera saman þessa tvo leiki, allavegana miðað við þær upplýsingar sem við höfum fengið hingað til.

2D útsýnið
Báðir leikirnir hafa gefið það út að þeir verða með svo kallaða 2D leikjavél í leikjunum. Við höfum reynslu af þessu úr CM 4 og CM 03/04. Margir eru nú ekki sammála því að hafa þetta í leikjunum en sitt sýnist hverjum. Mín persónulega skoðun er sú að ég er ekkert of hrifinn af þessu. Notaði þetta fyrst til að byrja með en svo fannst mér þetta ekki vera rétta CM tilfinningin sem maður hafði fundið fyrir í hinum leikjunum og skipti því fljótt yfir í “commentary only”. Einnig út af því að þessi eiginleiki var meingallaður í fyrstu útgáfunum af leiknum. En nú lofa bæði fyrirtækin bótum.

Það sem BGS hafa sagt um 2D leikjavélina sína er það að þeir hafa forritað hana alveg frá grunni og að allir útreikningar eru reiknaðir “on-the-fly”, þ.e. þeir verða reiknaðir á þeirri sekúndu sem þeir gerast í leiknum og það sem veldur útkomunni eru hæfileikar hvers leikmanns fyrir sig. Einnig hafa þeir breytt sjónarhorninu á henni, hallar örlítið til hliðar sem á að gefa okkur meiri dýpt. Mér finnst þetta nú bara vera eitt skref í áttina að 3D vél, sem svo margir óttast að gerist í framtíðinni. Annað sem þeir tala um í samhengi við þessa 2D vél er að þeir segjast vera búnir að búa til nýja leið til að reikna úrslit í öðrum leikjum. Sú leið byggist á því að þeir fá úrslit úr heilum 90 mínútna leik á einni sekúndu. Þetta á að vera betra en það sem áður var og gefi einnig kost á því að spilandinn hafi tíma á meðan til þess að vera dunda sér í leikmannamarkaði eða vera lesa fréttirnar sínar, þ.e. þessir útreikningar eiga að fara fram í bakgrunninum. Þeir segja ekki mikið meira um þessa 2D vél. Þó minnast þeir á að vellirnir sjálfir breytast eftir aðstæðum, þ.e. ef það er rigning þá verður völlurinn verri og grasið eyðist. Þeir bæta því líka við að það hafi verið tekið upp ný áhorfendahljóð til þess að gera reynsluna enn skemmtilegri.


Sigames hafa ekki gefið mikið út um sína 2D vél en hafa þó sagt að þeir séu að að nota grunninn í þeirri sem þeir notuðu áður og séu aðeins að bæta hana. Þeir segja að þeir hafi mikið hlustað á spilendur leiksins í þeirri von um að laga það sem þeim finnst að. Þeir segja einnig að þeir hafi aukið dýpt leiksins með því að bæta 30 breytum inn í reikningsformúluna þegar leikurinn er í gangi. Það sem ég á við með þessu að þegar tveir leikmenn mætast á vellinum þá hafa þeir aukið við 30 atriðum sem þarf að hafa í huga þegar reikna á út hvernig einvígið fer. Eitt af þessum atriðum er það sem þeir kalla “preferred moves” eða uppáhalds aðferð. Það sem þetta felur í sér er að einhver leikmaður, sem dæmi Ryan Giggs, er vanur að hlaupa á manninn og beygja svo niður í hornið og senda hann fyrir með vinstri, það er hans uppáhalds aðferð til að komast fram hjá manni og því er hann líklegari til þess að gera þetta í leiknum heldur en að beygja út og senda hann fyrir með hægri.
Annað sem er merkilegt við leikinn hjá Sigames er að þeir ætla að nota sér þessa 2D vél í málefnum varðandi umboðsmenn. Leikurinn á að bjóða upp á að umboðsmenn ákveðins leikmanns á að geta sent þeim 2D vídeobrot af leikmanni þeirra í leik, í von um að þú heillist og kaupi leikmanninn. Mjög sniðugt finnst mér.

Ef þessar 2D vélar eru skoðaðar í samhengi og ef mér ber að fella dóm á þær þá hef ég meiri trú á Sigames. Það er aðeins ein ástæða fyrir því og hún er sú að BSG er að byggja þetta upp frá grunni. Það er voða fínt og fancy að segja að útreikningar séu gerðir “on-the-fly” en hvað vitum við nema að svo sé gert nú. Við höfum enga hugmynd um hvernig útreikningar fara fram núna og þeir segja lítið um einhverjar nýjungar t.d. eins og þetta “preferred moves” hjá Sigames. Annað sem mér finnst athugavert hjá BSG er þetta með áhangendahljóðin; ég sé ekki að þetta eigi að bæta leikjavélina eitthvað. Ég er oftast að hlusta á eitthvað annað en þessi “in-game sounds.”
Þannig að í heildina lítið þá líst mér betur á 2D vélina hjá Sigames, aðeins reynslunnar vegna.

Sigames 1-0 BGS

Gagnagrunnurinn
Þá er komið að því sem skiptir mestu máli en enginn spáir í, þannig lagað séð. Þegar Eidos og Sigames skildu þá héldu Sigames gagnagrunninum. Mörgum finnst það nú ekkert merkilegt og hefðu frekar viljað halda nafninu en gagnagrunninum. En málið er að á bakvið gagnagrunninn liggur gífurleg vinna. Ég sá um daginn þegar ég leit við á heimasíðu CM 5 að þeir voru að auglýsa eftir fólki við hjálp á gagnagrunninum, þ.e. safna upplýsingum um hina ýmsu leimenn í hinum ýmsu löndum. Tíminn sem fer í þetta er gríðarlegur og þar hefur Sigames vinninginn því þeir halda sínum fyrri gagnagrunni sem verður uppfærður auðvitað en miklu minni tími fer í það.
En BSG hafa þau brugðið á leik til að komast betur í gegnum þetta. Þeir gerðu samning við eitthvað fyrirtæki sem kallast “Professional Football System.” Þetta fyrirtæki sér um það að afla upplýsingum um lið, leikmenn og þjálfara um allan heim. Þetta fyrirtæki er það öflugt að þeir gefa meira segja upplýsingar um þyngd hvers leikmanns. Þetta á eftir að verða til þess að þeirra gagnagrunnur er lögmætur annað en það sem við höfum fengið að kynnast hjá Sigames í nokkrum tilvikum. T.d. um það, þá var ég einhvern tímann með leikmann sem heitir To Madeira, hann var ungur Portúgali sem spilaði vel hjá mér í framlínunni. Svo komst ég að því seinna, þegar portúgalskur einstaklingur skrifaði skilaboð um það á spjallborði Sigames að Madeira væri portúgölsk eyja fyrir utan Portúgal og að þessi leikmaður væri hvergi til. Þetta gerist nefnilega ef notaðir séu viðvanings upplýsingaaflarar, sem freistast oft til þess að setja sjálfan sig inn í gagnagrunninn til þess að gera hann meira spennandi.

Þess vegna verð ég að gefa BGS vinninginn í þessu vegna samningsins við þetta fyrirtæki, en einungis þó ef þeir leggja almennilega vinnu í úrvinnslu upplýsinga frá þeim.

Sigames 1-1 BGS

Fjölmiðlar
Þetta umræðuefni er það vinsælasta á spjallborðum báða fyrirtækjanna. Enda er mjög mikilvægt (og mjög gaman) að fjölmiðlar spili stórt hlutverk í ferli þínum sem þjálfara. Við sjáum það bara í boltanum í dag hve miklu þeir skipta. Við vitum nú að Mourinho hjá Porto er á leið til Chelsea, við hefðum ekki vitað það ef fjölmiðlar hefðu engann áhuga á því. Þess vegna er mikið kapp lagt á að gera þetta mjög virkt í leikjunum tveimur.

Það fyrsta sem maður tekur eftir hjá Sigames er Sálfræði eiginleikinn eða “Manager mind games.” Með þessu getur þú valið þér erkióvin, þ.e. einhvern stjóra hjá öðru liði og gert í því að pirra hann eða hrósa honum (til þess að hann verði of sigurviss). Til þess að krydda þetta þá hafa þeir gert það þannig líka að ef þú ofnotar þennan eiginleika þá hlæja hinir stjórarnir bara að þér og þú lækkar í virðingarstiganum. Þannig að AI hjá hinum stjórunum er greinilega að batna.
Þetta finnst mér mjög sniðugt og á eftir að auka dýpt leiksins til muna.
Annar eiginleiki sem þeir lofa að bjóða upp á er “pre- og post match analyzis.” Þetta á að bjóða upp á það að þulirnir, eins og Andy Gray t.d. eiga að segja sína skoðun á því hvernig leikurinn fer og svo eftir leikinn hvað fór úrskeiðis eða hvað gekk upp. Sigames segjast nefnilega ætla að gera þennan leik í svona sjónvarpsstíl eða “TV-Style” sem gefur svolítið nýtt útlit.
Einnig ætla þeir að reyna að hafa blaðamannafundi til þess að gera þetta enn þá líflegara og þar þarft þú að svara spurningum blaðamanna.
Svo lofa þeir miklu fleira á þessu sviði og það lítur allt mjög vel út. Aðalgagnrýnin á þetta er ofnotkun á spurningum blaðamanna eða ofnoktun á gagnrýni á aðra þjálfara og það verði þreytt til lengdar að það sé alltaf sama rútínan, en Sigames hafa brugðið á snilldarráð til að sporna við þessu, en það er Media Editor!!! Þetta fyrirbrigði er snilldin ein. Þetta býður manni upp á það að breyta spurningum blaðamanna eða breyta commentum sem þú lætur út úr þér, og í þokkabót geturu stillt alvarleika hvers comments um sig, þ.e. ef þú stillir það sem 1, þá er það bara svona létt skott en ef það er 5 þá er það nánast morðhótun. Þannig að þetta fyrirbæri er mjög sniðugt og á eftir að verða mikið notað.

En snúum okkur nú að BGS. Þeir hafa lítið sem ekkert gefið út um Media interaction hjá sér. Enda er ég svo upprifinn eftir að hafa skrifað um þetta hjá Sigames að ég nenni ekki einu sinni að hafa fyrir því hjá BSG, því Sigames rúlla þessu sviði upp.

Sigames 2-1 BGS

Æfingar
Mjög umdeilt svið CM leikjanna. Ég viðurkenni það fúslega að ég hef aldrei og þá segi ég aldrei notað mér þetta. Kannski af því að mér hefur alltaf fundist þetta of flókið. Og mér þykir leitt að bæði fyrirtækin ætli í raun að “dumb-down” til þess að gera þetta einfaldara. Þau gefa það í rauninni ekki út að þau séu að gera þetta auðveldara heldur segja þau að þetta verði einfaldara og miklu áhrifaríkara og raunverulegra. Það verður forvitnilegt að sjá en ég vona að báðir leikirnir innihaldi þann fítus að maður geti látið aðstoðarþjálfarann sjá um þetta fyrirmann, sem er bara eins og í alvörunni :)

En byrjum á BGS
Þeir hafa unnið í samvinnu við einhvern Premiership coach til þess að gera þetta betra. Þeir hafa auðveldað það að setja upp áætlun fyrir hverja viku fyrir sig og hafa þetta það einfalt að ef þér finnst Danny Mills ekki vera nógu góður í vörn þá áttu að setja hann á free transfer…nei ég segi bara svona, ég hef ekki mikið álit á honum. En fyrst að hann er lélegur í vörn þá getur þú bara sett hann í prógram sem heitir Vörn og þá bætir hann sig, sem er í raun mjög einfalt.
Það er í raun ekkert hægt að útskýra þetta neitt betur en að þeir séu að reyna einfalda þetta.
Ég sé hvergi einhver comment frá Sigames hvað þeir ætla að gera varðandi æfingar hjá þeim, þannig að BGS fær vinningin hérna, því mér líkaði ekki við uppsetninguna á æfingum í CM 03/04. Þess vegna fær BGS kredit fyrir það að reyna bæta úr þessu.

Sigames 2-2 BGS

“Transfer system”
Þá er komið að hlutnum sem alltaf er beðið eftir með mikilli spennu. Þessi hlutur ef breyst hvað mest held ég frá fyrsta CM leik og alltaf verður þetta betra og betra.
BGS hafa sniðugar hugmyndir varðandi þennan þátt leiksins. Þeir hafa það þannig að það er ýmislegt annað en peningar sem skipta máli í kaupum á leikmönnum. T.d. verður þú fyrst að sanna þig sem framkvæmdastjóri liðs og sýna fram á það að þú sért líklegur til að vinna titla, til að fá almennilega leikmenn til þín. Þetta er kannski til staðar í CM 03/04 en vonandi gera þeir þetta sýnilegra.
Sigames koma einnig með sniðugar hugmyndir eins og t.d. framkvæmdastjóri og leikmaður geta komist að sameiginlegri niðurstöðu um að rifta samning leikmannsins, það er gert til að geta losað sig við mann sem vill losna en enginn vill kaupa. Einnig segjast þeir ætla að bæta “Loan system” til muna og aðallega hvað varðar ungu og óreyndu leikmennina. Þar kemur einnig inn eiginleiki sem mér fannst sárlega vanta en það er að geta framlengt lánið.

Þegar maður skoðar þetta í samhengi þá verð ég að segja að Sigames hafa vinninginn í þessu því þeir koma með fleiri hlutlæg atriði, sem maður á eftir að sjá pottþétt og verða var við á meðan BGS kemur með huglægt atriði sem á kannski eftir að verða forritað nógu vel.

Sigames 3-2 BGS

Deildir
Alltaf höfum við Íslendingar beðið eftir að íslenska deildin verði spilanleg í þessum leik og oft höfum við komist nálægt því. En með komandi tímum aukast möguleikar okkar, því ég veit það fyrir víst að það eru nokkrir duglegir Íslendingar að afla upplýsingum fyrir Sigames til afnota í leikinn. En kemur að því í Football Manager 2005 eða Championship Manager 5? Það á tíminn einn eftir að leiða í ljós.
BGS hafa ekki lofað okkur hversu mörgum deildum þeir ætla að tjalda en segja að í framtíðinni stefni þeir að því að leikurinn innihaldi “the whole world of football.” Þetta eru stór orð sem erfitt er að standa undir, en það er aldrei að vita.
En Sigames aftur á móti ætla að halda sér við þessar 43 spilanlegu deildir, sem er sama tala og í CM 03/04 - Patch 4.05. En einhvers staðar las ég það á spjallborðinu hjá þeim að nærri útgáfu leiksins gæti þeim fjölgað um eina eða tvær. Þess vegna verðum við að vona að íslenski boltinn nái að lauma sér þarna inn.
En Sigames tryggja sér þetta stig hjá mér, einungis vegna þess að þeir gefa upp hversu margar deildir verða.

Sigames 4-2 BGS

Þetta verða held ég lokatölur. Þessi samanburður sýnir það að Sigames á vinninginn og ég býst við því að Sigames leikurinn verði betri (eins og allir búast við örugglega).
En nokkra hluti má nefna svona í viðbót sem mér líkar eða líkar ekki. Í fyrsta lagi þá er ég svolítið skeptískur á það að hafa myndir af leikmönnum í Football Manager, því þegar leikurinn býr til nýja leikmenn, eða regen eins og Bretinn segir það, hvaða myndir verða þá? Sigames hafa sagt að þú getur ráðið því hvort þú hefur myndirnar á eða ekki, en ég vil hafa það bara allt eða ekkert.
Hvað varðar Championship Manager 5 þá finnst mér útlitið vera svolítið back to the old days og nettur excel fílingur í því, en það gæti svo sem virkað. En Football Manager býður upp á algjörlega nýtt viðmót, svo kallað “2 panel interface” þar sem þú getur skipt skjánum upp í tvennt, t.d. þegar þú ert að spila leik þá er annar helmingurinn leikurinn en hinn helmingurinn úrslit úr öðrum leikjum. Þetta býður náttúrulega upp á það að maður hefur aðgang að fleiri upplýsingum.

Þar með lýk ég þessum samanburð, Sigames er líklegara til að gefa út betri lei (að mínu mati) en hversu oft hefur það gerst í fótboltanum að “litla” liðið vinnur. Ég vona svo sannarlega að BGS taki sig á og sanni sig sem leikjaframleiðandi með útgáfu þessa leiks. Það er ekki hægt að kvarta yfir því ef við höfum 2 góða fótbolta leiki í gangi, ef maður fær leið á öðrum þá hoppar maður bara yfir í hinn.

En svo vona ég bara að fólk fari að fylgjast meira með þessu kapphlaupi að næsta og besta fótboltaleik allra tíma og verði duglegt að láta þá, sem kíkja hingað reglulega inn, vita. Við verðum að rífa þetta áhugamál upp og spenna fólk upp fyrir útkomu þessara leikja. Því langar mig að setja hérna linka inn á síðurnar þar sem þið getið skoðað helling af screenshots úr leikjunum báðum.

Championship Manager 5:
www.championshipmanager.co.uk
www.championshipmana ger.co.uk/mag

Sigames:
www.sigames.com

Svo er einnig komið út fyrsta tölublað af Football Manager 2005 Magazine og þið getið pantað það af þessari heimasíðu, en það inniheldur helling af upplýsingum um þennan leik og einnig aðra leiki sem þeir gefa út (Þið getið einnig nálgast frítt fyrstu 19 bls af þessu tölublaði á þessari síðu og þar eru nokkrar upplýsingar um þennan leik).

Og veriði nú dugleg!!!
“When seagulls follow the trawler, it is because they think that sardines will be thrown into the sea.” - Eric Cantona