Ég sé að það eru ekki margir sem skrifa greinar hér fyrir utan “Deathstalker” Þannig mig langar að skella einni greinn inn um “Black & White II”

Black and White II er ekki mikið breyttur fyrir utan gífulega góða grafík og smá breytingar í leiknum sjálfum, og auðvitað komin ný skin á dýrunum, en þau eru náttúrlega hægt að ná í á netinu.

Í Black and White II er hægt að gera miklu meira en í fyrsta leiknum sem þó var nokkuð mikið sem verið var hægt að gera í fyrsta. En í Black and White II fjallar það um að byggja þorp (Sem og er líka í leik nr1), byggja her (sem hægt er að láta gera árás á óvina bæji og ná þeim undir þína hönd). Ég er ekki alveg viss hvernig þú stýrir þessum her, en þá er mjög líklegt að það verði alveg eins og í Warcraft og þessum leikjum (draga hring um kalla og senda þá eitthvert)

Creatures-in er miklu gáfaðari. Vel þjálfað Creature getur stjórnað her hjálpar laust án þín, hún getut pempað herinn upp þannig að þeir munu verða sterkari, vörnir verður betri. Hún getur stjórnað hernum að flanka óvina (Koma bak við þá) og fleiri herkænsku þeim þú sýnir honum, og að sjálfsögu getur hún líka gert árás með alls konar hlutum. Hún getur kastar miracles (Kraftaverkum), tekið upp stein og farið í keilu og mikið, mikið meira.

Þetta á eftir að vera magnaður leikur og kvet alla að prófa hann þegar hann kemur út, og þeir sem ekki hafa prófað númer 1, endilega kaupa sér hann og æfa sig fyrir næsta leik.
Búist er við leiknum annað hvort á þessu ári eða næsta. En allt getur breyst og veit það enginn nema framleiðendurinn sjálfir hvenær hann kemur út.
En ef eitthver veit það væri gott að fá að vita það =)