Top5.is Þessir 5 einstaklingar eru í Top 5 listanum mínum yfir 5 bestu skeiturum Íslands.

1. Henrik Linnet: Brautryðjandi, bötta smúþ, öfundsverður stíll, með langan lista af brögðum(trickum) og klár í flestan sjó(all terrain).
Eftirminnilegustu brögðin: 360 flip to fakie á gamla pallinum við FB og bluntstop fingerflip out(trademark trickið).
Er kannski ekki sá brjálaðasti en stíllinn segir allt sem segja þarf.

2. Egill: Kraftmikill, brjálaður, extreme, þrautseigur og bjartasta von Íslands í hjólabretta geiranum.
Eftirminnilegustu brögðin: Ollie niður MR double settið, one foot crooked grind og fakie kickflip niður áttuna.

3. Siggi(horfið á Tantrum): Switch hæfileikar sem flestum dreymir um að geta regular, geðveikir b/s hæfileikar, brjálað 360 flip og geðveikur stíll.
Eftirminnilegustu brögðin: B/s tailslide to shove it, switch b/s lipslide og 360 flip hér og þar.

4. Hlynur(horfið á Tantrum): Þessi gaur er bara einn stór pungur, extreme, kjarkaður og handriða tortímandi.
Eftirminnilegustu brögðin: 50-50 niður sjúka railið, ollie yfir blómapottinn á Ingólfstorgi og crooked niður railið þar sem hann skar sig á gagnaugað.
Úff, maður hefur aldrei séð annað eins handriða tortímingu í íslensku brettamyndbandi.

5. Ástþór(lítið þekktur, átti heima í Fellunum): Góð blanda af eldra og nýja skólanum, manual meistari, miniramp kóngur, geðveikur stíll og færði nýja merkingu á “caveman” trickum.
Eftirminnilegustu brögðin: Allskonar air á gamla pallinum við FB, one foot manual, allskonar caveman tricks og pressure flip hér og þar.