Vandaðu kannanir þínar, dude!!
þessi könnun sem nú er í gangi, 11.01.02 er óvönduð og mér finnst furðulegt að hún sé sett inn, spurt var um hvaða trick manni fyndist flottast á snjóbretti, og trikkin sem nefnd voru þarna eru frekar “lame” eins og maður segir, en það er ekki bara það.. heldur einnig það að þegar maður gerir trickin, segjum til dæmis indy, þá er það ekki næstum alltaf flott, það fer nefninlega eftir því hvernig maður gerir það, aðalmálið er ekki bara það að gera það, maður verður að láta grabbið líta vel út, það þýðir ekki bara að grípa, fljúga eitthvert lengst, rétt lenda og vera voðalega ánægður, method, maður reynir það, en gripið kemur mjög oft asnalega út, og menn ná oft ekki að rétta út fæturna þannig að gripið verður bara ljótt, ég tala nú ekki um ef þú ætlar að spinna með gripinu, þá verður erfiðara að halda grabinu flottu, og lengi, þannig að mér finnst að menn ættu að vanda þetta betur.
kveðja, Austurlendingurinn