Bestu Hjóla/snjóbrettamyndirnar ? Jæja lítið að gerast í greinamálum, þannig að ég ætla bara að koma með litla grein um þær brettamyndir sem mér þykir bestar. Það er fullt af góðum myndum sem ég hef ekki séð þannig að ég tel bara upp topp 3 af þeim myndum sem ég hef séð og endilega verið þið með og segið ykkar topp 3 eða meira.

Snjóbrettamyndir:

Nr. 1: Derelictica…crazy mynd hér á ferð flott tónlist, mikið jibb og allir riderarninr með flottann stíl. Besti kafli: Eddie Wall (12:30)

Nr. 2: Shakedown…klassa mynd með mörgum bestu riderum í heimi, góð tónlsit allt gott. Bestu kaflar: Seth Huot (09:30) og Jeremy Jones (22:20)

Nr. 3: Maður verður eiginlega bara að setja Why Not stór pús fyrir að vera íslensk. Besti kafli: Eiki (02:50) klikkað sw bs lip á kinkinu og front board niður langa kinkið í endann GOOD JOB.

Hjólabrettamyndir:

Nr. 1: Baker 3…Þarf ekkert að útskýra af hverju þessi mynd er hérna allt gott við hana. Besti kafli: Andrew Reynolds ( 21:30)

Nr. 2: Forecast…töff mynd góð tónlist ofl. Besti kafli: Paul Rodriguez (29:30)

Nr. 3: Dvs Skate more…good stuff. besti kafli: Daewon Song (38:50) ég hef aldrei hlegið svona mikið yfir skeitmynd fyrr en ég sá þennan kafla.

Takk fyrir mig
Kv. Birkir Örn