Lögfræðingur Mike Tyson hefur haft nóg að gera á þesu ári. Nú hefur lítt þekktur hneflaeikamaður Mitchell Rose sakað hann um að hafa slegið sig niður fyrir utan næturklúbb í New York á sunnudagsmorgu, en fyrr á þessu ári er búið að saka Tyson tvisvar um nauðganir. Annað málið var fellt niður en það er enn verið að rannsaka hitt.
Lögfræðingur Tyson segir að það séu hins vegar engar sannanir fyrir því að Tyson hafi slegið Rose niður. Öryggisverðir Tysons og dyraverðir staðarins hefðu beðið Rose að fara út af staðnum en hann hefði beðið eftir Tyson fyrir utan staðinn og svívirt hann og tvær konur sem voru með Tyson. Vinir Tysons sögðu lögreglu að hann hefði ekki ráðist á Rose heldur sagt honum til syndanna !!!! Rise segir hins vegar að Tyson hafi ráðist á sig. Lögreglan hefur enn ekki yfirheyrt Tyson vegna þessa máls.
Það er víst eins gott fyrir Tyson að halda sig á mottunni ef hann ætlar ekki að vera kominn í fangelsi fyrir bardagann á móti Lennox Lewis.