Fitness Box Fitness Box (cardio & aerobic boxing)
Íþrótta sérfræðingar eru sammála um það að fitness box (cardio & aerobic boxing) sé meðal bestu æfinga sem er í boði vegna þess að það æfir allan líkamanninn í heild og er fullkomin æfing fyrir hjartakerfið og þolið. Fitness box hentar vel þeim sem vilja grennast hratt og á heilbrigðan hátt ásamt því að styrkja hjartað, æðakerfið og þolið.
Helstu kostir fitness boxins er m.a.

aukið þol
• aukin styrkur
• aukin hraði
• aukin samhæfing


Þar að auki ýta æfingarnar undir meiri sjálfsaga og sjálfsvarnarhæfileika.
Fitness box æfingar samanstanda af styrktaræfingum, þolæfingum og brennsluæfingum (cardiovascular) sem styrkja hjartað og æðakerfið. Ómissandi þáttur æfinganna er einnig hnefaleikatækni-æfingarnar.

Við hjá Hnefaleikastöðinni Viðarhöfða 2 (stórhöfðamegin) bjóðum upp á morguntíma og hádegistíma í Fitness-boxi. –Mikil brennsla, hraði og skemmtilegir tímar fyrir þá sem vilja léttast mikið, byggja hratt upp þol og styrk. Í Fitness box tímum verður lagt áherslu á að tímarnir séu fjölbreytilegir og um er að ræða mikið púl, skemmtilegt árangursríkt púl!

Það eru tímar á Mánudögum, Miðvikudögum og Föstudögum kl:06:10-07:10 og kl:12:00-13:00

Meiri upplýsingar fást á heimasíðu Hnefaleikastöðvarinnar HNEFALEIKAR.IS Eða í síma 821-4383 hjá VILLA.