Það var Þungur, hægur og riðgaður Lennox Lewis sem mætti til leiks í Staples Höllina í Los Angeles í nótt.
Lewis, sem mætti Vitali Klitschko, var heil 256 og 1/2 pund fyrir bardagann en það er hans hæsta vigt sem atvinnumaður og það sást bæði á honum og í bardaganum.

Klitschko byrjaði bardagann vel og skoraði mikið með vinstri stungum, Lewis var viltur og virtist vilja klára bardagann sem fyrst. Klitschko sigraði fyrstu lotuna og var ennþá meira dómínerandi í 2. lotunni þar sem hann vankaði Lewis tvisvar sinnum illa og virtist Lewis vera tilbúinn að fara niður en tókst þó að lifa lotuna af með gamaldags þrautsegju og reynslu.

Í þriðju lotunni opnaðist síðan mjög ljótur skurður fyrir ofan vinstra auga Vitali og verður bardaginn mjög tvísýnn eftir það og skiptast jötnarnir tveir á um að hafa yfurhöndina.
Læknirinn lætur síðans töðva bardagann eftir 6. lotuna og Lewis skráður sigurvegari á tæknilegu rothöggi. Klitschko var yfir á öllum dómaraspjöldunum, 58-56

Það var margt áhugavert við þennan bardaga. Aldur Lennoxar er að koma í ljós þótt hann neiti að horfast í augu við hann. Hann hefur enganvegin efni á því að koma í svona slæmu formi í svona mikilvægann bardaga enda sást það á hægum hreyfingum hans og virkaði hann hægari en venjulega og tókst Klitschko að forðast nær alla hægri hendur sem komu inn. Reyndar getur vel verið að ryð hafi spilað þátt í frammistöðu hans, en Lewis hefur ekki barist síðan hann sigraði Mike Tyson fyrir rúmu ári síðan. Hinsvegar er það nokkuð ljóst að Lewis er ekki lengur á toppnum og virðist það vera aðeins tímaspursmál hvenær ungt, hungrað ljón kemur og tekur af honum titlana, þ.e.a.s. ef hann hefur ekki vti á því að hætta nógu snemma.

Klitschkoinn kom líka mörgum á óvart en það voru aðallega tvö spurningarmerki sem sett höfðu verið við hann. Annarsvegar er það hakan sem aldrei hafði verið prófuð en hann stóðst það próf með glansi því hann át þvílíkt magn af negum frá Lewis án þess að haggast. Hinsvegar er það hjartað, en hann hafði veriða sakaður um að vera huglaus eftir að hann hætti á stólnum í bardaga sínum við IBF meistarann Chris Byrd eftir að hafa meiðst illa á öxl. Klitschko tókst svo sannarlega að þagga niður í þeim röddum með frábærri frammistöðu sem sýndi mikinn kjark og mikið hjarta þar sem hann stóð, alblóðugur, illa skorinn og skiptist á höggum við meistarann og var síðan þrumu lostinn og bálreiður yfir stöðvun bardagans.

Eftir bardagann kom Lennox mjög illa út úr viðtalinu og virkaði hrokafullur og pirraður og hjálpaði Larry Merchant, spyrill HBO sjónvarpsstöðvarinnar þar ekki til með því að standa í hárinu á honum og virtust þeir tveir m.a. berjast um hver ætti að halda á mæknum sem var mjög skondið að sjá. Lewis tönglaðist á því að hefði bardaginn enst lengur hefði hann rotað hann í næstu eða þarnæstu lotu og var hann mjög spar á hrós fyrir frábæra frammistöðu Klitschko. Hann virðist vera orðinn hálf drukkinn af því að vera heimsmeistari og gæti það haft áhrif á einbeitingu hans sem verður að vera eldskörp, kominn á þennan aldur.

Klitschko var gjörsamlega eyðilagður yfir útkomu bardagans og sagði að hann hefði vel getað haldið áfram og að hann hafi verið að sigra. Hann sagði að lewis hafi verið í engu formi og að hann hafi séð öll höggin koma áður en þau komust á áfangastað og hann vildi ólmur fá að endurtaka leikinn.

Góðu fréttirnar eru þær að það er ekkert ólíklegt að það gerist. Lewis sagði að hann mundi berjast aftur við Vitali ef að fólkið vildi það og ávísunin væri nógu há, auk þess virðist enginn annar vera eftir fyrir Lewis að berjast við.

Út frá þessum bardaga verð ég að segja að Lewis verður sigraður, líklegast fyrr en seinna og er ég nokkuð hræddur um að hann falli í þá algengu grifju að halda áfram einum bardaga of lengi í staðin fyrir að hætta á toppnum. Í mínum augum sáum við í nótt forleikinn af falli gamals meistara og hugsanlegu risi nýs meistara, eða allavegana verðugan fulltrúa nýrrar kynslóðar.

Lokaniðurstaða: Klitschko á a.m.k. skilið að fá annan séns og Lewis á skilið að koma sér í form og reyna að gera betur.