Vigtunin, Lewis þungur Lennox Lewis og Vitali Klitschko vigtuðu sig fyrir bardaga sinn næstkomandi laugardag fyrir framan Staples höllina í gær.

Lennox Lewis vigtaði heil 256 og 1/2 pund sem er það þyngsta sem hann hefur vigtað á ferlinum en hann vigtaði 253 pund á móti Hasim Rahman í fyrri bardaga þeirra þar sem Lewis var rotaður í 5. lotu og virtist búinn eftir 2. lotuna.
Vitali Klitschko, sem er tveimur tommum stærri en Lewis vigtaði 248 pund.

Þetta geta varla verið góður fyrirboði fyrir bardagann og gæti gefið til kynna að Lewis hafi verið að slá slöku við í undirbúningum. Þjálfari Lennoxar, Emanuel Steward, heldur því hinsvegar fram að þetta komi honum ekkert á óvart og segist ekki hafa áhyggjur: “Lennox er stór maður, þéttur maður sem er í réttri þynd stærðarlega- og aldurslega séð, trúið mér, Lennox er í frábæru formi. Hann hefur sparrað yfir 100 lotur. Hefði Lennox vigtað 250 pund hefði það komið mér í uppnám” sagði Steward.

Lennox Lewis er orðinn 37 ára gamall og hefur ekki efni á því að koma inn í jafn erfiðan bardaga og þennan og vera ekki í toppformi, ef að úthaldið er ekki tils taðar og hann verður blásandi eins og búrhveli í þriðju lotu er voðin vís því að hann er að berjast á móti manni sem hefur rotað 31 í 32 sigrum sínum og þó að hann sé frekar vélrænn í hreyfingum getur hann vel náð Lewis ef að tímasetning hans er aðeins broti frá því sem hún þarf og á að vera.

Nú ætla ég að vera pínu lítið djarfur og spá því að Vitali Klitschko roti Lennox Lewis einhverstaðar á bilinu 3. til 6. lotu.
Síðan inniheldur langtíma spá mín reyndar það að Lewis komi sér niður í 248 pund eða e-ð þannig go komi síðan aftur og roti Klitschko og hætti fljótlega eftir það, Lewis virðist hafa gaman af þessari formúlu.

En endilega póstið ykkar pælingum og skoðunum á þessari vigt og hvort þetta sé fita, aukinn vöðvamassi eða vatnsdrykkja til að rugla Klitschko í rýminu eða bara eitthvað allt annað!