LOKSINS gæti eitthvað farið að gerast hjá honum Roy Jones Jr, sem þar til nýlega var efstur á flestum P4P listum sem til eru.
Eftir lélega frammistöðu í síðasta bardaga sínum á móti Eric Harding, eru margir farnir að efast um hugrekki hans. Þó að allir viti að þarna er um að ræða gríðarlega tæknilegan og flinkan boxara, eru menn byrjaðir að snúa baki við honum.

Ég rakst nýlega á opinbert bréf frá IBF millivigtarheimsmeistaranum Bernhard Hopkins til Jones, þar sem hann hreinlega grátbiður hann um að berjast við sig. Hopkins og Jones börðust fyrir nokkrum árum. Þá vann Jones naumlega á stigum.

Hopkins þessi er 36 ára gamall og þykir aldrei hafa verið betri enn hann er í dag. Ferillinn hans er 38-2-2, enn hann hefur verið ósigraður í mörg ár.

Jones er ekki enn búinn að bregðast við bréfinu þegar þetta er skrifað. Nú er hann dottinn niður í 3.sætið á P4P listanum og ef hann fer ekki að berjast við viðurkenndari(fallegt orð yfir betri) andstæðinga þá liggur leið hans bara enn neðar.

Hvað finnst ykkur? Finnst ykkur að Roy Jones sé búinn að sanna það sem hann þarf eða þarf hann að gera meira