Þetta var ekki gott.
Ryðgaður eftir 2 ára fjarveru frá hringnum, var K ekki nógu vel upplagður og klár til að takast á við verkefnið.
Þegar kom til leiks reyndist andstæðingurinn ekki vera sá sem samið hafði verið um
(gerist því miður allt of oft ). Nýi maðurinn var Christian Bentsen (’78) með 15 leiki og 10 sigra. Góður boxari í fínni þjálfun. Sigraði í sínum flokki í Hancock Box Cup fyrir stuttu og hefur haft gott keppnisár.
Annars byrjaði fyrsta lota vel. Þeir virtust vera nokkuð jafnir framan af, þangað til að Kristján varð pirraður á honum. Eftir smá nudd, Þá lyfti Kristján andstæðningum upp og henti honum frá sér. ( þetta þótti dómaranum ekki jafn fyndið og áhorfendum ). Fyrstu lotu lauk samt með Kristjáni undir í stigum.
Ônnur lota byrjaði flott hjá Kristjáni og náði hann vel í gegnum blokeringar með nokkrum virkilega góðum höggum. Aftur byrjaði andstæðingurinn að faðma Kristján, honum til mikillar armæðu og nú fór skapið hjá K að segja til sín, hann henti honum aftur langt frá sér með hliðar sveiflu. Þetta kostar orku og nú voru varnirnar byrjaðar að falla. Þreytan kostaði Kristján stig. En í lok lotunnar virtist K vera komin vel af stað og ofan á í stigum. Góðar syrpur en ”jab” vantaði áberandi í leik Kristjáns.
En svo kom það….. hreint högg í gegnum blokeringu sem farin var að falla vegna þreytu hjá Kristjáni. Kristján vankaðist, án þess að falla, en samt pásaður og talin.
Þegar Kristján er spurður af dómara hvort hann sé klár, er svarið ekki nógu ákveðið og dómari stoppar um leið og bjallan hringir lotuna af.
RSC
Nú taka við nýjar pælingar vegna þyngdarflokka breytinga hérna í DK.
Nyju flokkarnir eru :
Letfluevægt Ekki yfir 48,0 Kg.
Fluevægt Ekki yfir 51,0 Kg.
Bantamvægt Ekki yfir 54,0 Kg.
Fjervægt Ekki yfir 57,0 Kg.
Letvægt Ekki yfir 60,0 Kg.
Weltervægt Ekki yfir 64,0 Kg.
Letmellemvægt Ekki yfir 69,0 Kg.
Mellemvægt Ekki yfir 75,0 Kg.
Letsværvægt Ekki yfir 81,0 Kg.
Sværvægt Ekki yfir 91,0 Kg.
Supersværvægt Yfir 91,0 Kg.
Breytingarnar eru að
Letvægt ( 57,0 – 60,0 ) Óbreytt
Letweltervægt ( var 60 - 63,5 Kg.) hverfur.
Weltervægt ( var 63,5 – 67 Kg.) verður nú 60,0 – 64,0 Kg.
Letmellemvægt ( var 67,0 – 71,0 Kg ) verður nú 64,0 – 69,0 Kg.
Mellemvægt ( var 71,0 – 75,0) verður nú 69,0 – 75,0 Kg.
Letsværvægt ( 75,0 – 81,0 ) óbreytt
Kristján hefur verið að boxa í 71 Kg. og haldið sér í Letmellemvægt. Þessi flokkur hverfur og verður hann nú að boxa í mellemvægt. Og einsog við vitum eru hér 80 kg. Menn að skrapa sig niður í 75 til að boxa.
Fyrirliggjandi er að byggja upp massa og þol til að geta svarað fyrir sig.
Bestu áramótakveður frá danaveldi.
Þökkum kveðurnar og áhugan.